Þetta þarftu að vita um raftækin á heimilinu

Hversu oft yfirgefur þú heimilið á meðan stóru rafmagnstækin vinna …
Hversu oft yfirgefur þú heimilið á meðan stóru rafmagnstækin vinna verkið? mbl.is/Getty Images

Kannastu við að setja allar græjur í gang og yfirgefa heimilið? Uppþvottvél, þvottavél og þurrkari eiga aldrei að vera í gangi á meðan enginn er í húsi.

Nýlega hafa tveir stórbrunar orðið í Noregi af völdum uppþvottavéla. Norska slökkviliðið og lögreglan þar í landi vilja árétta við alla að skilja ekki stór raftæki eftir í gangi á meðan enginn er heima. Og alls ekki á meðan við leggjumst á koddann og inn í draumalandið.

Nokkur ráð varðandi raftæki á heimilinu:

  • Vertu alltaf á staðnum og vakandi á  meðan þvottavél, þurrkari og uppþvottavél eru í notkun.
  • Tæmið síuna í þurrkaranum eftir hverja notkun.
  • Slökkvið á öllum raftækjum áður en farið er úr húsi. Og takið minni raftæki eins og kaffivél og ristavél úr sambandi ef farið er í lengra ferðalag.
  • Passið að skilja aldrei hleðslutæki eða batterí eftir í sambandi ef enginn er heima.
Nýlega hafa tveir stórir brunar átt sér stað í Noregi …
Nýlega hafa tveir stórir brunar átt sér stað í Noregi út frá uppþvottavélum. mbl.is/Norsk politi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka