Geggjuð flanksteik að hætti læknisins

mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Þessi dá­semd­ar­upp­skrift er úr smiðju hins eina sanna Lækn­is í eld­hús­inu og við mæl­um svo sann­ar­lega með henni enda flanksteik­in van­met­in steik hér á landi sem oft er erfitt að nálg­ast. 

„Flanksteik er ljúf­feng nauta­steik sem verður gjarn­an seig sé illa með hana farið en fari maður rétt með hana verður hún ekki bara ljúf­feng og bragðgóð held­ur líka lunga­mjúk,“ seg­ir Ragn­ar um steik­ina og bæt­ir því við að gald­ur­inn sé að mar­in­era hana aðeins áður. „Þannig brýt­ur maður niður vöðvaþræðina og svo gild­ir að elda hana ekki of lengi. Þá á hún það til að drag­ast öll sam­an og verða seig.“

Þá gild­ir einnig að sneiða bit­ann niður á rétt­an hátt - og skera þvert á vöðvaþræðina. Sé þess­ari aðferð fylgt verður steik­in safa­rík og góð og það á mjög viðun­andi verði.

Heimasíðu Lækn­is­ins í eld­hús­inu er hægt að nálg­ast HÉR.

Geggjuð flanksteik að hætti læknisins

Vista Prenta

Flanksteik, elduð und­ir áhrif­um frá Kór­eu, með kína­káli á tvo vegu - grilluðu, kimchi og hrís­grjón­um

Eins og þið sjáið er hrá­efna­list­inn úr öll­um átt­um - en und­ir aðaláhrif­um frá Kór­eu!

Fyr­ir 4-6 manns

  • 1 kg flanksteik
  • 5 cm engi­fer
  • 4 hvít­lauksrif
  • 1 rauður chil­ipip­ar
  • 1 msk. ses­a­mol­ía
  • 2 msk. rauðvín­se­dik
  • 2 msk. mír­in
  • safi úr hálfri sítr­ónu
  • 4 msk. soya-sósa
  • 4 msk. jóm­frúarol­ía
  • salt og pip­ar
  • hand­fylli fersk stein­selja, mynta og graslauk­ur
  • 1 kína­káls­haus
  • 4 msk. hvít­lauk­sol­ía
  • 1 rauður chili
  • salt og pip­ar
  • Kimchi-súr­kál
  • Hrís­grjón

Aðferð:

  1. Flanksteik­in er þunn og það þarf oft­ast lítið að snyrta hana.
  2. Sneiðið hvít­lauk­inn, chili og engi­fer og nuddið við kjötið ásamt jóm­frúarol­íu, salti og pip­ar.
  3. Blandið svo sam­an við rauðvín­se­diki, mir­in, ses­a­mol­íu og sítr­ónusafa.
  4. Bætið svo kryd­d­jurt­un­um sam­an við og látið mar­in­er­ast í að minnsta kosti klukku­stund - meira er betra.
  5. Sneiðið kína­kálið, fyrst í helm­inga og starið svo í smá­stund á mynstrið sem verður til í nátt­úr­unni.
  6. Skerið svo í þriðjunga. Penslið með hvít­lauk­sol­íu og dreifið chil­ipip­arn­um yfir.
  7. Það er skyn­sam­legt að setja kína­kálið á grillið fyrst þar sem það tek­ur aðeins lengri tíma að verða til­búið.
  8. Svo er bara að keyra upp hit­ann á grill­inu. Það þarf ekki að grilla flank­ann nema í tvær mín­út­ur á hvorri hlið.
  9. Eft­ir að kjötið hef­ur fengið að hvíla í nokkr­ar mín­út­ur er það sneitt niður í þunn­ar sneiðar. Ég skreytti það með nokkr­um graslauks­blóm­um sem voru ný­út­sprung­in þegar ég var að elda þenn­an ljúf­fenga rétt.
  10. Auðvitað ætti ég að vera bú­inn að út­búa mitt eigið kimchi - það er nógu ein­falt - en það hafði ég ekki gert og því hafði ég keypt þetta út úr búð. Þetta kimchi ríf­ur aðeins í og er sér­lega bragðgott.
  11. Sós­an var eins ein­föld og hugs­ast get­ur. Ég sauð upp mar­in­er­ing­una af kjöt­inu og lét krauma um stund til að sjóða hana niður og þétta sig. Setti síðan klípu af smjöri til að fá gljáa og dýpt í sós­una.
mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert