Eitt er alveg á hreinu – tannburstinn er ekki sjálfhreinsandi. Þó að við skolum hann að lágmarki tvisvar á dag, kvölds og morgna, þá er burstinn alltaf blautur og getur orðið algjör bakteríubomba.
Hreingerningsspekúlantinn Ann-Alicia Thunbo Ilskov sagði við danska dagblaðið Jyllands Posten, að við þvoum hnífapör og bökunarpennsla í uppþvottavélinni og því ætti tannburstinn að þola snúning þar inni líka. Sitt sínist hverjum en við myndum frekar mæla með að sjóða tannburstann í potti til að hreinsa hann frá öllum bakteríum.
Annað gildir þó um hárburstann sem fyllist af húðfrumum, hárum o.s.frv. Þar er mælst með því að hella sjóðandi heitu vatni yfir burstann einu sinni í mánuði. En alls ekki nota neina sápu, sprit eða annað álíka.