Þetta máttu alls ekki ryksuga upp af gólfinu

Ryksugan er þarfasta hjálpartækið þegar kemur að þrifum á gólfi.
Ryksugan er þarfasta hjálpartækið þegar kemur að þrifum á gólfi. mbl.is/Getty Images

Það er svo geggjað þægilegt að grípa í ryksuguna og láta hana vinna öll verkin sem gerast á gólfinu. Það er einfaldlega fljótlegt og þægilegt í flestum tilvikum. En ekki alltaf það besta fyrir ryksuguna sjálfa.

Fékkstu klippikonuna heim til þín eða sérð þú um að klippa heimilisfólkið þitt? Stórar hárflygsur á gólfinu eru ekki vinsælar í ryksuguslönguna og getur hárið safnast þar fyrir sem verður ekki geðslegt seinna meir að þurfa þrífa.

„Blautar“ matarleyfar eins og spaghettí með sósu, fiskur eða annað sem klístrast á það til að detta á gólfið hjá litlum krílum við matarborðið. Alls ekki ryksuga þetta upp nema þú viljir taka á móti fnykinum sem mun myndast seinna meir úr ryksugunni þegar maturinn sem hefur klístrast við ryksuguna að innan byrjar að úldna.

Það er freistandi að ryksuga upp gamla ösku úr arninum en alls ekki það besta. Við mælum með að nota gamla góða kústinn og fægiskóflu í þetta verk.

Sag er eins og askan – mun fara illa með mótorinn í ryksugunni. Svo ekki ryksuga upp sag ef þú stendur í stórræðum með sögina, notaðu frekar kústinn.

Glerbrot eru ekki vinsæl fyrir ryksuguna og geta farið illa með hana að innan.

Það er alls ekki gott fyrir ryksuguna að draga í …
Það er alls ekki gott fyrir ryksuguna að draga í sig glerbrot. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert