Besta spaghetti uppskriftin með kjötsósu

Spaghettí og kjötsósa er algjört lostæti.
Spaghettí og kjötsósa er algjört lostæti. mbl.is/Nina Malling, Skovdal Nordic

Heimagerð kjötsósa er einfaldlega best. Í þessu tilviki er frábært að útbúa tvöfalda uppskrift að sósunni til að eiga í frysti og geta gripið í þegar tíminn er naumur. Hér er algjörlega frábær uppskrift að spaghettí með dásamlegri kjötsósu.

Besta spaghetti uppskriftin með kjötsósu (fyrir 4)

  • 400 g nautahakk
  • 1 laukur
  • 2 stór hvítlauksrif
  • 2 sellerí
  • 2 msk. ólífuolía
  • ½ kúrbítur
  • 2 gulrætur
  • 1 msk. þurrkað oregano
  • 1 msk. þurrkað basilikum
  • Salt og pipar
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 70 g tómatpúrra
  • 400 g spaghettí
  • 1 dl nýrifinn parmesan
  • Steinselja

Aðferð:

  1. Saxið lauk og hvítlauk og skerið selleríið í þunnar ræmur.
  2. Steikið lauk, hvítlauk og sellerí saman upp úr olíu í potti þar til laukarnir eru steiktir í gegn. Rífið kúrbít og gulrætur gróflega og bætið út í pottinn.
  3. Steikið þar til grænmetið hefur fallið saman og bætið kjötinu út í ásamt oregano, basilikum, salti og pipar.
  4. Hellið hökkuðu tómötunum út í pottinn þegar kjötið hefur brúnast. Setjið tómatpúrruna út í pottinn og hrærið í. Setjið lokið á og látið malla í 30 mínútur, í allt að 1-2. Smakkið til með salti og pipar.
  5. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum.
  6. Berið spaghettí fram með kjötsósu, parmesan og steinselju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka