Grillmaturinn sem er hættulegur fyrir hunda

Gefur þú hundinum þínum grillmat?
Gefur þú hundinum þínum grillmat? mbl.is/iStock

Það er afar vinsælt að grilla maísstöngla yfir sumartímann og smyrja þá vel með smjöri og salta. Grillaður maís er einstaklega góður - ekki bara að okkar mati heldur líka hjá litlum ferfætlingum, hundum.

Maísinn sjálfur er alls ekkert skaðlegur fyrir hunda, en stöngullinn sjálfur getur verið það. Stöngullinn getur setið fastir í þörmunum og haft slæmar afleiðingar í kjölfarið. Í raun hafa dýralæknar í nágrannalöndunum séð nokkur tilfelli af slíku þar sem hundar eru hætt komnir eftir að hafa borðað maísstöngla.

En það eru einnig önnur matvæli sem hundar eiga erfitt með að þola eins og súkkulaði, vínber og guacamole sem inniheldur bæði lauk og hvítlauk og fer illa í magann á hundum.

Kannski er best að fóðra hundinn með hundamat þó að það sé freistandi að henda í þá hálfu beini með restum af lambalærinu eða álíka þegar þeir reka upp stóru augun sín sem erfitt er að standast. 

Maísstönglar eru ekki góðir fyrir hunda.
Maísstönglar eru ekki góðir fyrir hunda. mbl.is/iStock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert