Nýbakað er alltaf best! Nýbakaðar súkkulaðiskonsur voru að koma úr ofninum og ilmurinn er ómótstæðilegur.
Nýbakaðar súkkulaðiskonsur
- 225 g hveiti
- 2 tsk. lyftiduft
- 1 msk. sykur
- ¼ tsk. salt
- 65 g smjör
- 1 dl súrmjólk
- 1 dl rjómi
- 130 g dökkt súkkulaði, saxað
- 1 egg til penslunar
Aðferð:
- Hitið ofninn á 225°C á blæstri.
- Blandið hveiti, lyftidufti, sykri og salti saman í skál.
- Skerið smjörið í teninga (ekki of smátt) og blandið í skálina með höndunum.
- Bætið súrmjólkinni saman við ásamt rjómanum og blandið saman.
- Setjið súkkulaðið út í en ekki hnoða of mikið. Setjið deigið á borð með smá hveiti undir og fletjið út í ferning, sirka 2 cm þykkt.
- Skerið 10 jafnstórar skonsur út og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu.
- Penslið með pískuðu eggi og bakið í 16-18 mínútur.
- Berið fram volgar.
mbl.is/Frederikkewærens.dk