Geggjað kartöflugratín með beikoni

Alveg stórkostlegt kartöflugratín með haug af osti, rjóma og beikoni.
Alveg stórkostlegt kartöflugratín með haug af osti, rjóma og beikoni. mbl.is/Columbus Leth

Nú för­um við fljót­lega að færa okk­ur úr grilluðum bök­un­ar­kart­öfl­um eft­ir gott sum­ar og yfir í kart­öflugratín sem þetta. Hér eru þunn­ar kart­öflusíf­ur gratín­eraðar í rjóma, osti og bei­koni ásamt gróf­söxuðum hnet­um. Ger­ist varla betra en þetta.

Geggjað kartöflugratín með beikoni

Vista Prenta

Geggjað kart­öflugratín með bei­koni

  • 1,5 kg kart­öfl­ur
  • 200 g bei­kon
  • 50 g hesli­hnet­ur
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • Ferskt timí­an
  • Salt og pip­ar
  • Nýrifið múskat
  • 4 egg
  • ½ L mjólk
  • ½ L rjómi
  • 200 g nýrif­inn em­mental­er ost­ur
  • 200 g nýrif­inn par­mes­an
  • Eld­fast mót, 20x30 cm

Aðferð:

  1. Skrælið eða skrúbbið kart­öfl­urn­ar og skerið í þunn­ar skíf­ur. Leggið skíf­urn­ar í kalt vatn í 10 mín­út­ur. Látið skíf­urn­ar þorna á hreinu viska­stykki.
  2. Skerið bei­kon niður og steikið á pönnu. Saxið hnet­urn­ar gróf­lega. Saxið hvít­lauk og timí­an smátt.
  3. Veltið kart­öflu­skíf­un­um upp úr hvít­lauk, bei­koni, hnet­um, timí­an nýrifn­um múskat og salti og pip­ar.
  4. Hitið ofn­inn á 190°C.
  5. Pískið egg sam­an við mjólk og rjóma.
  6. Dreifið helm­ingn­um af kart­öfl­un­um í smurt eld­fast mót og dreyfið nýrifn­um em­mental­er yfir. Leggið rest­ina af kart­öfl­un­um yfir og hellið eggja­blönd­unni yfir. Stráið nýrifn­um par­mes­an yfir.
  7. Bakið í ofni í 45 mín­út­ur þar til kart­öfl­urn­ar eru orðnar mjúk­ar. Setjið jafn­vel álp­app­ír síðustu 10 mín­út­urn­ar ef þær verða of dökk­ar.
Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka