Morgunverðarbomba með portobello

Fylltir portobello sveppir eru dásamlegir á morgunverðarborðið.
Fylltir portobello sveppir eru dásamlegir á morgunverðarborðið. mbl.is/Eazypeazymealz.com

Hvernig væri að gleðja krakk­ana og skella nokkr­um bön­un­um á grillið í góðviðrinu. Hér er upp­skrift að grilluðum bön­un­um sem fyllt­ir eru með sukkulaði, kremi og fersk­um berj­um. Svo ein­falt en samt svo gott.

Morgunverðarbomba með portobello

Vista Prenta

Keto morg­un­verðar­bomba með portobello

  • 4 stór­ir portobello svepp­ir, hreinsaðir að inn­an
  • 4 stór egg
  • Salt og pip­ar
  • ½ bolli mozzar­ella ost­ur
  • ⅔ bolli bei­konkurl
  • ¼ bolli vor­lauk­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 190°C.
  2. Setjið bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu. Spreyið bök­un­ar­spreyi á bök­un­ar­papp­ír­inn.
  3. Skafið inn­an úr svepp­un­um og leggið hatt­inn á bök­un­ar­plöt­una.
  4. Sláið egg­in út í hvern og einn svepp og saltið og pip­ar.
  5. Setjið 2 msk. af mozzar­ella osti yfir egg­in ásamt bei­konkurli.
  6. Bakið í ofni í 20-25 mín­út­ur eða þar til egg­in eru bökuð og ost­ur­inn bráðnaður.
  7. Berið strax fram.
mbl.is/​Eazypeazy­mealz.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert