Sælkerafiskréttur sem tikkar í öll box

Girnilegur þorskur, vafinn inn í parmaskinku með bökuðu grænmeti.
Girnilegur þorskur, vafinn inn í parmaskinku með bökuðu grænmeti. mbl.is/Columbus Leth

Það krefst ekki mik­ill­ar fyr­ir­hafn­ar að elda nýj­an fisk og því upp­lagt að græja það á anna­söm­um dög­um. Þessi upp­skrift er ein­mitt þannig – fljót­leg og góð. Hér bjóðum við upp á bakaðan þorsk, vaf­inn inn í parma­skinku með kúr­bít og tómöt­um.

Sælkerafiskréttur sem tikkar í öll box

Vista Prenta

Fersk­ur og fljót­leg­ur fisk­rétt­ur

  • 600 g þorsk­ur
  • 4 sneiðar af parma­skinku 
  • 400 g kúr­bít­ur
  • 300 g litl­ir tóm­at­ar (blandaðir lit­ir)
  • 1 rauðlauk­ur
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 tsk. þurrkað timí­an
  • 1 tsk. þurrkað or­egano
  • Salt og pip­ar
  • 1 dl græn­metiskraft­ur

Annað:

  • 400 g ferskt pasta
  • Stein­selja

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn á 200°C.
  2. Skerið kúr­bít­inn í þykk­ar sneiðar og í fjóra hluta. Skerið tóm­ata og lauk í báta. Veltið græn­met­inu upp úr olíu og kryddið með timí­an, or­egano, salti og pip­ar. Setjið í eld­fast mót og hellið græn­metiskraft­in­um í botn­inn á fat­inu. Setjið inn í ofn í 10 mín­út­ur.
  3. Skiptið þorsk­in­um upp í fjóra bita og kryddið með salti og pip­ar. Vefjið einni skinkusneið utan um hvert stykki.
  4. Takið fatið úr ofn­in­um og raðið fisk­in­um ofan á græn­metið og setjið aft­ur inn í ofn í 15 mín­út­ur. Eða þar til skink­an er orðin stökk og fisk­ur­inn til­bú­inn.
  5. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  6. Saxið stein­selju og stráið yfir fisk­rétt­inn og berið fram með fersku pasta.
Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert