Dásamleg ólífubrauð

Smábrauð með ólífum eru algjörlega frábær.
Smábrauð með ólífum eru algjörlega frábær. mbl.is/Frederikkewærens.dk

Þessi smábrauð eru hreint út sagt þau allra bestu! Smábrauð eru skemmtileg að gera og bera fram með öðrum mat – til dæmis í næstu tapasveislu. Ólífubrauðin eru hér kynnt með heilhveiti en það má vel nota venjulegt hveiti í baksturinn og jafnvel sleppa ólífunum og setja rifinn mozzarella eða oregano í staðinn – allt sem hugurinn girnist.

Dásamleg ólífubrauð (16-18 stk)

  • 50 g ger
  • 3,5 dl volgt vatn
  • 3 msk. rapsolía
  • 1 dl hrein jógúrt
  • 1,5 tsk. salt
  • 300 g heilhveiti
  • 400 g hveiti
  • 75 g mjúkt smjör
  • 2 egg
  • 300 g svartar ólífur, grófhakkaðar

Aðferð:

  1. Leysið gerið upp í volgu vatni. Bætið olíu, jógúrt og salti út í. Bætið hveitinu út í smátt og smátt og hrærið í á meðan.
  2. Bætið smjörinu saman við og hnoðið þar til deigið losnar frá köntunum á skálinni. Setjið plastfilmu yfir skálina og viskastykki og látið hefast í 45 mínútur.
  3. Leggið deigið á hveitilagt borð og myndið holu í miðju deigsins sem þið fyllið upp í með ólífum og eggjum og hnoðið saman með höndunum.
  4. Skiptið deiginu upp í 16-18 jafnstóra hluta og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu. Leggið viskastykki yfir og látið hefast í 30 mínútur.
  5. Hitið ofninn á 220°C á blæstri og bakiðí 18-20 mínútur þar til gylltar að lit.
  6. Látið kólna á rist og berið fram með því sem hugurinn girnist.
mbl.is/Frederikkewærens.dk
mbl.is/Frederikkewærens.dk
mbl.is/Frederikkewærens.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert