Geggjað bananabrauð með Bounty

Bananabrauð af bestu gerð með bönunum og Bounty súkkulaðinu.
Bananabrauð af bestu gerð með bönunum og Bounty súkkulaðinu. mbl.is/Martin Tanggaard

Ef þú ert Bounty-aðdáandi þá máttu alls ekki láta þetta brauð framhjá þér fara. Það er eitthvað geggjað sem gerist í þessari samsetningu með súkkulaðinu góða og bönununum. Eitt sem verður að prófast!

Geggjað bananabrauð með Bounty

  • 125 g smjör
  • 3 egg
  • 100 g púðursykur
  • 3 bananar
  • 2 bounty
  • 1 vanillustöng
  • 225 g hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 2 msk. hrásykur
  • 50 g kókosflögur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 180°C.
  2. Bræðið smjörið. Pískið eggin saman við púðursykurinn með þeytara og bætið bráðnu smjörinu út í.
  3. Maukið bananana og blandið þeim út í deigið. Skerið bounty súkkulaðið í bita og bætið þeim út í.
  4. Skafið innan úr vanillustönginni og setjið í skál ásamt hveiti og lyftidufti. Hellið því næst hveitiblöndunni smátt og smátt út í eggjablönduna og hrærið vel saman.
  5. Smyrjið form og hellið deiginu í formið. Stráið hrásykri yfir.
  6. Bakið í ofni í 30 mínútur. Takið úr ofninum og stráið kókosflögum yfir og bakið áfram í 10 mínútur. Látið kólna í forminu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert