Skólasnakkið sem allir krakkar elska

Banana-sushi er það vinsælasta á Pinterest.
Banana-sushi er það vinsælasta á Pinterest. mbl.is/cleanfoodcrush.com

Nú byrja all­ir for­eldr­ar lands­ins að fletta upp stór­sniðugum nest­is­hug­mynd­um til að auka fjöl­breytn­ina. Hér kynn­um við til leiks bráðhollt krakka-snakk sem all­ir munu elska – líka full­orðnir. Ban­ana-sus­hi er eitt mest skoðaða efnið á Pin­t­erest í dag og hér fyr­ir neðan má sjá nokkr­ar út­færsl­ur af slíku.

Við tök­um þó fram að mögu­lega er nu­tella og dökkt súkkulaði bannað í flest­um skól­um en fal­legt er það engu að síður.

„Beisik“ ban­ana-sus­hi
Hér þarf ein­ung­is tortilla­köku, hnetu­smjör, ban­ana og beitt­an hníf til að skera í sneiðar. Þá má einnig nota nu­tella þegar gera á vel við sig.

Ban­anamorg­un­verðar-sus­hi
Krakk­arn­ir munu rjúka á fæt­ur ef þeir fá þetta í morg­un­mat. Skerðu ban­an­ana í bita og helltu jóg­úrt yfir – stráðu svo kó­kos­flög­um, mús­lí eða góðu morgun­korni yfir.

Pist­asíuban­ana-sus­hi með chia-fræj­um
Þessi út­gáfa á kannski bet­ur við eldri kyn­slóðina. Smyrðu ban­ana með upp­á­halds­hnetu­smjör­inu þínu og toppaðu með chia-fræj­um og söxuðum pist­asíu­hnet­um.

Dökka súkkulaðiút­gáf­an
Þetta má auðveld­lega nota sem eft­ir­rétt. Dýfðu ban­ana í bráðið dökkt súkkulaði og stráðu kó­kos­flög­um eða söxuðum hnet­um yfir. Skerðu svo í bita.

Banana-sushi með hnetusmjöri og Rice crispies.
Ban­ana-sus­hi með hnetu­smjöri og Rice crispies. mbl.is/​Pin­t­erest
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert