Uppskrift að dásemdar flatbrauði

Það er lítið mál að baka sjálfur flatbrauð sem eru …
Það er lítið mál að baka sjálfur flatbrauð sem eru frábært meðlæti eða léttur réttur. mbl.is/frederikkewærens.dk

Flat­brauð eru auðveld í fram­kvæmd og henta bæði sem meðlæti eða sem létt­ur og þá jafn­vel með parma­skinku, nýrifn­um par­mes­an og góðu pestói. Þessi flat­brauð eru hnoðuð í hræri­vél en það má al­veg hnoða sjálf­ur á borði. Flat­brauðin hald­ast safa­rík og góð ef þú pakk­ar þeim inn í viska­stykki.

Uppskrift að dásemdar flatbrauði

Vista Prenta

Svona bak­ar þú dá­semd­ar flat­brauð (10 stk)

  • 15 g ger
  • 2,5 dl vatn
  • 1 msk. jóg­úrt eða sýrður rjómi
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk. syk­ur
  • 450 g hveiti

Aðferð:

  1. Leysið gerið upp í vatni. Bætið jóg­úrt­inni sam­an við og hrærið í. Bætið salti og sykri út í og bætið hveit­inu sam­an við smátt og smátt. Hnoðið þar til deigið losn­ar frá skál­inni. Látið hef­ast í skál­inni í 1 tíma und­ir viska­stykki.
  2. Skiptið deig­inu upp í 10 jafn stóra hluta. Rúllið hverri bolli flatt út á hveitilagt borð.
  3. Hitið pönnu á háan hita. Steikið flat­brauðin, eitt í einu, í sirka 1 mín­útu á hvorri hlið. Fylg­ist vel með brauðinu á pönn­unni þar sem það get­ur auðveld­lega brunnið.
  4. Pakkið brauðinu inn í viska­stykki til að þau hald­ist bet­ur.
mbl.is/​frederikk­ewær­ens.dk
mbl.is/​frederikk­ewær­ens.dk
mbl.is/​frederikk­ewær­ens.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert