Hversdagssalat sem heldur þér í formi

Litríkt og hollt - og líka gott.
Litríkt og hollt - og líka gott. mbl.is/Anders Schønnemann

Þú færð ekk­ert sam­visku­bit er þú borðar þetta sal­at. Full­komið hvers­dags­sal­at á anna­söm­um degi sem held­ur lín­un­um í lagi. Upp­skrift­in er miðuð fyr­ir 2 en auðvelt að bæta við ef fleiri sitja við borðið.

Hversdagssalat sem heldur þér í formi

Vista Prenta

Hvers­dags­sal­at sem held­ur þér í formi

  • 2 kjúk­linga­bring­ur frá Ali
  • salt og pip­ar
  • 400 g soðnar kart­öfl­ur
  • hjarta­sal­at - eða hvernig sal­at sem þú vilt
  • 8 ra­dís­ur
  • 1 ag­úrka
  • 1 bakki karsi - ef þú finn­ur hann. Ann­ars nær það ekki lengra.

Dress­ing:

  • 1 dl súr­mjólk
  • 1 msk. maj­ónes
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • 6-8 drop­ar tabasco
  • salt

Aðferð:

  1. Steikið bring­urn­ar upp úr olíu á pönnu og kryddið með salti og pip­ar.
  2. Skerið kart­öfl­urn­ar í munn­bita.
  3. Skerið sal­at­blöðin í lang­ar ræm­ur og ra­dís­urn­ar í litla báta. Skerið gúrk­una í þunn­ar skíf­ur og klippið kars­ann.
  4. Dress­ing: Hrærið sam­an súr­mjólk, maj­ónesi og sítr­ónusafa. Smakkið til með tabasco og salti. Dreyfið smá­veig­is af karsa yfir.
  5. Berið fram kjúk­ling með salti, gúrku, ra­dís­um og karsa. Kryddið með salti og pip­ar og toppið með dress­ingu.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert