Hér erum við með enn eina dásemdina úr smiðju Maríu Gomez. Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá henni og hún segir fátt betra. Hún notar grísahakk í réttinn og hvetur fólk til að prófa. Ef ekki þá sé minnsta málið að skipta því út fyrir annarskonar hakk eins og til dæmis nautahakk.
Hægt er að heimsækja matarbloggið hennar Maríu HÉR.
Ómótstæðilegur pastaréttur Titu Paz
- C.a 500 gr grísahakk
- 250 gr ósoðið penne pasta
- 1/2 hótel laukur (þessi risastóri) eða 1-2 venjulegir laukar smátt skornir
- 1 geiralaus hvítlaukur eða 4-6 hvítlauksrif marin
- 1 græn papríka smátt skorin
- Pasta sósa í krukku að eigin vali en ég notaði frá Euro Shopper og hún er mjög fín (ekki auglýsing)
- 2 msk ólífuolía
- salt og pipar
Aðferð:
- Saxið laukinn mjög smátt niður og papríkuna líka
- Merjið hvítlaukinn
- Setjið vatn í pott og saltið það mikið að það verði eins og sjóvatn
- Látið vatnið byrja að sjóða og setjið þá penne pastað út í og sjóðið í 10 mínútur eða eins og stendur á pakka
- Setjið olíu á pönnu og setjið á hæsta hita
- þegar olían er orðin vel heit lækkið þá hitann niður og setjið lauk, hvítlauk og papríku á pönnuna
- Passið að steikja ekki þannig brúnist heldur bara við vægan hita þannig soðni í olíunni og verði mjúkt
- saltið og piprið yfir
- Þegar grænmetið er orðið mjúkt setjið þá hakkið út á og saltið vel og piprið aftur
- Hækkið hitann á pönnunni aðeins upp og hrærið vel á meðan hakkið er að steikna í grænmetinu
- Þegar hakkið er til og pastað soðið, sigtið þá vatnið frá pastanu og setjið beint út á pönnuna án þess að skola pastað það má ekki
- Bætið svo við pastasósunni og blandið vel saman
- Gott er að bera þetta fram með fersku salati og hvítlauksbrauði