Holla útgáfan af helgarkjúllanum

Hollur og góður kjúklingaréttur og við losnum við allt samviskubit.
Hollur og góður kjúklingaréttur og við losnum við allt samviskubit. mbl.is/Maria Warnke Nørregaard

Klass­ísk kjúk­linga­upp­skrift með tvisti! Hér er kjúk­ling­ur­inn steikt­ur með app­el­sínu og bor­inn fram með ofn­bökuðum gul­rót­um. Holl­ari út­gáfa af ann­ars frá­bær­um kjúk­linga­rétti.

Holla útgáfan af helgarkjúllanum

Vista Prenta

Holla út­gáf­an af helgar­kjúll­an­um (fyr­ir 2)

  • 2 kjúk­linga­bring­ur
  • 1 stórt hvít­lauksrif
  • Salt og pip­ar
  • 2 tsk. hun­ang
  • 1 tsk. ólífu­olía
  • 2 app­el­sínu­bát­ar
  • Ferskt rós­marín
  • 600 g gul­ræt­ur
  • ½ tsk. ólífu­olía til pensl­un­ar

Aðferð:

  1. Skerið gul­ræt­urn­ar þvert yfir í skíf­ur, þó án þess að fara alla leið í gegn. Penslið þær með ólífu­olíu og saltið og piprið – jafn­vel setja smá rós­marín. Leggið gul­ræt­urn­ar á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu og bakið við 200° á blæstri í 30 mín­út­ur.
  2. Nuddið kjúk­ling­inn með hvít­lauk ásamt hun­angi og saltið og piprið. Steikið kjúk­ling­inn á pönnu ásamt app­el­sínu­bát­un­um í 5 mín­út­ur á hvorri hlið eða þar til eldaður í gegn.
  3. Stráið rós­maríni yfir kjúk­ling­inn og berið fram með ofn­bökuðum gul­rót­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert