Morgunbrauð með kókoskremi og ávöxtum

Fræbært að byrja daginn á þessu brauði.
Fræbært að byrja daginn á þessu brauði. mbl.is/Kærehjem.dk

Þessi blanda er ein sú besta sem við höf­um smakkað í lengri tíma. Kó­kos, ban­an­ar og blá­ber eru það besta sem þú get­ur fóðrað mag­ann með að morgni eða borið fram sem bröns.

Morgunbrauð með kókoskremi og ávöxtum

Vista Prenta

Morg­un­brauð með kó­koskremi og ávöxt­um

  • 2 súr­deigs­brauðsneiðar
  • ½ dós kó­kos­mjólk (feiti hlut­inn sem ligg­ur efst á toppn­um)
  • ½ plóma
  • ½ ban­ani
  • hand­fylli blá­ber
  • hand­fylli granóla

Aðferð:

  1. Setjið kó­kos­mjólk­ina í kæli kvöldið áður en þið notið hana til að fit­an skilji sig frá mjólk­inni.
  2. Opnið dós­ina og skafið kremaða hlut­ann frá og smyrjið á brauðsneiðarn­ar.
  3. Skerið plómu og ban­ana í skíf­ur og leggið á brauðið.
  4. Raðið blá­berj­un­um á brauðið og dreifið granóla yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert