Pönnusteiktir tómatar með pasta

Pönnusteiktir tómatar og pasta er fljótlegur og bragðgóður réttur.
Pönnusteiktir tómatar og pasta er fljótlegur og bragðgóður réttur. mbl.is/Betina Hastoft

Hér er einn af þessum réttum sem við höfum eflaust margoft gert en eru alltaf jafn vinsælir, þá sérstaklega fyrir hversu auðveldir þeir eru í framreiðslu og ekkert vesen. Tómatarnir eru pönnusteiktir ásamt vorlauk og pastanu blandað saman við með ferskum basilikublöðum.

Pönnusteiktir tómatar með pasta

  • 400 g pennepasta
  • 250 g litlir tómatar
  • vorlaukur
  • 5 msk. ólífuolía
  • basilíka
  • 200 g mozzarellakúla
  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Skerið vorlaukinn smátt og skolið tómatana.
  3. Hitið 1 msk. af ólífuolíu á pönnu og steikið lauk og tómata í 5-6 mínútur.
  4. Setjið tilbúna pastað á pönnuna og veltið upp úr lauk og tómötum ásamt basilíku.
  5. Setjið í skál og leggið mozzarellakúluna í miðjuna. Dreypið ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka