Pönnusteiktir tómatar með pasta

Pönnusteiktir tómatar og pasta er fljótlegur og bragðgóður réttur.
Pönnusteiktir tómatar og pasta er fljótlegur og bragðgóður réttur. mbl.is/Betina Hastoft

Hér er einn af þess­um rétt­um sem við höf­um ef­laust margoft gert en eru alltaf jafn vin­sæl­ir, þá sér­stak­lega fyr­ir hversu auðveld­ir þeir eru í fram­reiðslu og ekk­ert vesen. Tóm­at­arn­ir eru pönnu­steikt­ir ásamt vor­lauk og past­anu blandað sam­an við með fersk­um basiliku­blöðum.

Pönnusteiktir tómatar með pasta

Vista Prenta

Pönnu­steikt­ir tóm­at­ar með pasta

  • 400 g penn­ep­asta
  • 250 g litl­ir tóm­at­ar
  • vor­lauk­ur
  • 5 msk. ólífu­olía
  • basilíka
  • 200 g mozzar­ellakúla
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  2. Skerið vor­lauk­inn smátt og skolið tóm­at­ana.
  3. Hitið 1 msk. af ólífu­olíu á pönnu og steikið lauk og tóm­ata í 5-6 mín­út­ur.
  4. Setjið til­búna pastað á pönn­una og veltið upp úr lauk og tómöt­um ásamt basilíku.
  5. Setjið í skál og leggið mozzar­ella­kúl­una í miðjuna. Dreypið ólífu­olíu yfir og kryddið með salti og pip­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert