„Falleg kaka og góð. Stendur sig alltaf vel þar sem upp á hana er boðið og við ákaflega ólík tilefni. Hún kallar ekki á flugeldasýningu og mikla athygli en gæði hennar og klassískt yfirbragð sýna seiglu og gildi sem erfitt er að heillast ekki af!“
Þessi undurfagra kaka er úr smiðju þeirra Höllu Báru og Gunnars Sverris á Home and Delicious sem er ótrúlega falleg síða. Við hvetjum ykkur til að prófa enda gulltryggt að hér eru gæði á ferð.
Rósbleik möndlukaka með grískri jógúrt
Botn:
Glassúr:
Aðferð:
Hitið ofn í 160 gráður. Hrærið saman öll þurrefnin.
Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið eggjum saman við og hrærið áfram. Hellið þurrefnum saman við smjörblönduna og hrærið gróflega. Setjið jógúrt og mjólk í blönduna ásamt möndludropum. Hrærið allt vel saman án þess að hæra deigið of mikið. Þá missir botninn léttleika.
Stingið í heitan ofn og bakið þar til kökuprjónn kemur hreinn út þegar honum er stungið í miðju kökunnar. Alls ekki baka kökuna of lengi svo hún verði ekki þurr. Bökunartími fer eftir því hversu þykkt deigið er í forminu sem deigið er sett í.
Ath. að það þarf að smyrja formið sem deigið fer í svo hægt sé að ná kökunni vel úr forminu. Gera má ráð fyrir um 20 mínútum á kökuna. Kælið kökuna áður er glassúr er settur á hana.
Hrærið saman flórsykur og vatn í glassúrinn. Hér þarf að stilla saman magn af flórsykri og vatni, ef kremið er of þunnt skal bæta við sykri og öfugt. Hrærið þar til kekkjalaust en þá skulið þið setja rauða matarlitinn saman við. Smyrjið á kökuna sem þá ætti að vera komin á fallegan kökudisk. Skreytið að vild og berið fram.