Fegursta kokteilabók síðari ára var að koma út

Ein fallegasta kokteilbók var að koma út - Thank you …
Ein fallegasta kokteilbók var að koma út - Thank you for Rose. mbl.is/@michelcopelandtoft

Thank you for Rosé – heit­ir bók­in sem kom út nú á dög­un­um og inni­held­ur 50 girni­leg­ar kokteilupp­skrift­ir sem all­ar inni­halda rósa­vín.

Síðastliðið vor var hald­in hátíð í Kaup­manna­höfn þar sem gest­ir gátu borgað sig inn í tvo klukku­tíma og smakkað yfir 100 mis­mun­andi teg­und­ir af rósa­víni sem þar voru á boðstól­um. Aðstand­end­ur hátíðar­inn­ar, sem elska rósa­vín, hafa nú gefið út bók­ina Thank you for Rosé.

Bók­in er til heiðurs rósa­víni, kokteil­um og minn­ing­un­um sem fylgja því að fá sér einn eða tvo drykki með góðum vin­um. Hér er að finna 50 mis­mun­andi upp­skrift­ir sem all­ar inni­halda rósa­vín og eru í auðveld­ari kant­in­um – nokkuð sem all­ir geta reitt fram í eld­hús­inu.

Og þó að þú sért ekki mikið fyr­ir kokteila þá eru mynd­irn­ar og bók­in sjálf svo fal­leg að hún er vel þess virði að eiga.

mbl.is/@​michelcop­eland­toft
mbl.is/@​michelcop­eland­toft
mbl.is/@​michelcop­eland­toft
mbl.is/@​michelcop­eland­toft
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert