Pastarétturinn sem mun æra bragðlaukana

Alveg tjúllaður pastaréttur! Hér eru spínat, sveppir og karamelluseraður laukur …
Alveg tjúllaður pastaréttur! Hér eru spínat, sveppir og karamelluseraður laukur að tala saman. mbl.is/Stine Christiansen/Skovdal & Skovdal

Hvernig líst þér á að smakka pasta­rétt með spínati, svepp­um og kara­melliseruðum lauk? Það mun eng­inn sitja við mat­ar­borðið án þess að fá vatn í munn­inn yfir þess­um rétti.

Pastarétturinn sem mun æra bragðlaukana

Vista Prenta

Pasta­rétt­ur­inn sem þú munt slefa yfir (fyr­ir 4)

Kara­melliseraður lauk­ur:

  • 1 msk. smjör
  • 3 meðal­stór­ir lauk­ar, skorn­ir í þunn­ar skíf­ur
  • salt á hnífsoddi
  • 1 tsk. balsam­e­dik

Svepp­ir:

  • Ólífu­olía
  • 150 g fersk­ir svepp­ir, blandaðir
  • 1 tsk. sojasósa

Annað:

  • 500 g fettuc­inep­asta
  • u.þ.b. 300 g ferskt spínat
  • 1,5 dl rjómi
  • ½ dl vatn eða græn­metiskraft­ur
  • 50 g fínrif­inn par­mes­an
  • Flögu­salt og pip­ar

Aðferð:

Kara­melliseraður lauk­ur:

  1. Bræðið smjörið á pönnu og steikið lauk­inn. Látið hann velt­ast um á pönn­unni á meðal­hita í 25-30 mín­út­ur.
  2. Lauk­arn­ir eiga að verða gyllt­ir á lit og mjúk­ir þegar þeir byrja að kara­melliser­ast. Bætið salti út á og balsam­e­diki og leggið til hliðar.
  3. Byrjið að sjóða pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um.

Svepp­ir:

  1. Hitið olíu á pönnu og steikið svepp­ina á háum hita þar til gyllt­ir. Kryddið með salti og pip­ar – sirka fimm mín­út­ur.
  2. Leggið lauk og spínat á pönn­una og veltið sam­an í nokkr­ar mín­út­ur á lág­um hita. Bætið rjóm­an­um út á pönn­una ásamt par­mes­an og salti og leyfið sós­unni að ná suðu.
  3. Sigtið vatnið frá past­anu og setjið pastað út á pönn­una. Látið malla í nokkr­ar mín­út­ur og leggið því næst lok yfir í nokkr­ar mín­út­ur til viðbót­ar. Piprið og berið fram.   
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert