Sænskar kjötbollur í piparostasósu

mbl.is/

Góðar kjöt­boll­ur gerðar frá grunni eru ekki eitt­hvað sem marg­ir Íslend­ing­ar eru ald­ir upp við en það er aldrei of seint að taka upp góðar skandi­nav­ísk­ar venj­ur. Þess­ar kjöt­boll­ur eru hreint dá­sam­leg­ar og sós­an auðvitað fá­rán­lega góð og all­ar lík­ur á að þessi rétt­ur verði upp­á­haldskjöt­bollu­rétt­ur fjöl­skyld­unn­ar á núll-9

Fyr­ir 2 | 7 g af kol­vetn­um | Eld­un­ar­tími 20 mín­út­ur

Þú þarft að eiga: smjör, olíu, nautakraft, græn­metiskraft, svart­an pip­ar og gróft salt

Að gera: Hitaðu of­inn í 180°C og blást­ur

Sænskar kjötbollur í piparostasósu

Vista Prenta

Sænsk­ar kjöt­boll­ur í pip­arostasósu

  • 350 g nauta­hakk eða blandað hakk
  • 1 lít­ill lauk­ur, saxaður smátt eða rif­inn niður í mat­vinnslu­vél
  • 2 rif hvít­lauk­ur, kram­inn
  • 2 egg
  • ½ pip­arost­ur, saxaður niður
  • 125 ml rjómi

AÐFERÐ:

1. Settu hakkið í skál. Rífðu 2 ten­inga af nautakrafti niður á rif­járni og settu 1 tsk af salti og aðra af pip­ar sam­an við hakkið ásamt lauk og eggj­um. Blandaðu öllu sam­an með hönd­un­um.

2. Mótaðu boll­ur og steiktu þær á vel heitri pönnu á öll­um hliðum í smjöri eða olíu. Færðu þær síðan í eld­fast mót og bakaðu í 10 mín­út­ur í ofni og snúðu þér að sós­unni.

3. Bræddu ost­inn í potti með botn­fylli af vatni. Bættu síðan rjóm­an­um sam­an við ásamt ein­um græn­metisten­ingi og láttu malla þar til boll­urn­ar eru til­bún­ar. Smakkaðu sós­una til með salti

4. Taktu boll­urn­ar úr ofn­in­um og helltu sós­unni yfir og berðu þær fram með góðu grænu sal­ati.

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert