Múslístykki fyrir þá sem eru alltaf uppteknir

mbl.is/Colourbox

Þessi uppskrift er með þeim auðveldari sem þú getur fundið og hentar því vel þeim sem eru alltaf að keppa við klukkuna. Hér eru múslístykki, stútfull af góðum hráefnum og eru hið fullkomna millimál á annasömum degi.

Múslístykki fyrir þá sem eru alltaf bissí (20 stk.)

  • 150 g möndlur
  • 150 g haframjöl
  • 100 g rúsínur eða þurrkuð bláber
  • 50 g graskerskjarnar
  • 50 g sólblómafræ
  • 50 g sesamfræ
  • 1 dós niðursoðin mjólk (ca 400 g)
  • 1 msk. möndlu- eða hnetuolía
  • ¼ tsk. salt

Aðferð:

  1. Saxið möndlurnar og blandið saman við öll hráefnin í skál.
  2. Setjið blönduna í smurt form eða notið bökunarpappír. Notið bakhliðina af skeið til að pressa massann vel saman, sirka 3 cm á þykktina.
  3. Bakið við 175°C í 30 mínútur. Kælið.
  4. Skerið í sirka 20 bita.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert