Lykilatriðin til að ná árangri á ketó

Gunnar Már Sigfússon ketómeistari.
Gunnar Már Sigfússon ketómeistari.

Hálf þjóðin er eins og kunnugt er á ketó mataræðinu þessa dagana og mörgum gengur vel en því miður eru töluvert margir sem eru ekki að ná tökum á þessu.

Gunnar Már Sigfússon, höfundur Ketó bókarinnar, hefur þjálfað í yfir 25 ár og segist hafa séð ótrúlegustu hluti gerast hjá rétt þenkjandi einstaklingum sem allir eiga þessi atriði sameiginleg:

  • Þau nálguðust verkefnið af jákvæðni.
  • Þau skipulögðu sig og fóru inn í dagana undirbúin.
  • Þau hættu ekki.

Allt eru þetta atriði sem skipta höfuðmáli ef árangur á að nást. Munum að lífstílsbreytingar - í hvaða formi sem þær eru - eru langhlaup.

Þess má geta að Ketóbókin er á tilboði í Hagkaup þessa dagana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert