Lykilatriðin til að ná árangri á ketó

Gunnar Már Sigfússon ketómeistari.
Gunnar Már Sigfússon ketómeistari.

Hálf þjóðin er eins og kunn­ugt er á ketó mataræðinu þessa dag­ana og mörg­um geng­ur vel en því miður eru tölu­vert marg­ir sem eru ekki að ná tök­um á þessu.

Gunn­ar Már Sig­fús­son, höf­und­ur Ketó bók­ar­inn­ar, hef­ur þjálfað í yfir 25 ár og seg­ist hafa séð ótrú­leg­ustu hluti ger­ast hjá rétt þenkj­andi ein­stak­ling­um sem all­ir eiga þessi atriði sam­eig­in­leg:

  • Þau nálguðust verk­efnið af já­kvæðni.
  • Þau skipu­lögðu sig og fóru inn í dag­ana und­ir­bú­in.
  • Þau hættu ekki.

Allt eru þetta atriði sem skipta höfuðmáli ef ár­ang­ur á að nást. Mun­um að lífstíls­breyt­ing­ar - í hvaða formi sem þær eru - eru lang­hlaup.

Þess má geta að Ketó­bók­in er á til­boði í Hag­kaup þessa dag­ana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert