Brúsettur sem bragð er að

Snittur henta við hvert tilefni og eru skemmtilegur matur að …
Snittur henta við hvert tilefni og eru skemmtilegur matur að snæða. mbl.is/Spoonforkbacon.com

Það er eitt­hvað al­veg ein­stakt við smá­rétti. Það er gam­an að borða þá og svo eru þeir ein­stak­lega fal­leg­ir á borði. Brú­sett­ur eru ekta smá­rétt­ur sem flest­um þykir góður, en það velt­ur allt dá­lítið á því hvað sett er á þær. Hér eru brú­sett­urn­ar kryddaðar og born­ar fram með ferskri bauna­blöndu.

Brúsettur sem bragð er að

Vista Prenta

Brú­sett­ur sem bragð er að

  • 3 boll­ar maís­baun­ir (sirka)
  • 60 g cotija­ost­ur
  • 60 g par­mesanost­ur
  • 1 msk kórí­and­er, saxað
  • 2 límón­ur, rif­inn börk­ur og safi
  • ¾ bolli maj­ónes
  • 2 tsk. reykt papríkukrydd
  • ½ tsk. hvít­laukskrydd
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. svart­ur pip­ar
  • ¼ tsk. chil­ipip­ar
  • 1/​8 tsk. cayenn­ep­ip­ar
  • snittu­brauð

Aðferð:

  1. Brúnið maís­baun­irn­ar létti­lega á pönnu og hrærið í jafnt og þétt. Setjið því næst í skál.
  2. Bætið cotija­osti út í skál­ina ásamt par­mes­an, kórí­and­er, límónusafa og rifn­um límónu­berki (rífið með rif­járni efsta lagið af berk­in­um). Setjið ¼ bolla af maj­ónesi út í og blandið sam­an. Saltið og piprið.
  3. Setjið papríkukrydd, hvít­laukskrydd, salt, pip­ar, chil­ipip­ar og cayenn­ekrydd sam­an í litla skál og blandið sam­an.
  4. Skerið snittu­brauðið í sneiðar og ristið í ofni.
  5. Smyrjið maj­ónesi ofan á hverja og eina snittu­brauðssneið og stráið smá­veg­is af krydd­blönd­unni yfir. Setjið skeið af korn­blönd­unni ofan á og berið fram.
mbl.is/​Spoon­forkbacon.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert