Brúsettur sem bragð er að

Snittur henta við hvert tilefni og eru skemmtilegur matur að …
Snittur henta við hvert tilefni og eru skemmtilegur matur að snæða. mbl.is/Spoonforkbacon.com

Það er eitthvað alveg einstakt við smárétti. Það er gaman að borða þá og svo eru þeir einstaklega fallegir á borði. Brúsettur eru ekta smáréttur sem flestum þykir góður, en það veltur allt dálítið á því hvað sett er á þær. Hér eru brúsetturnar kryddaðar og bornar fram með ferskri baunablöndu.

Brúsettur sem bragð er að

  • 3 bollar maísbaunir (sirka)
  • 60 g cotijaostur
  • 60 g parmesanostur
  • 1 msk kóríander, saxað
  • 2 límónur, rifinn börkur og safi
  • ¾ bolli majónes
  • 2 tsk. reykt papríkukrydd
  • ½ tsk. hvítlaukskrydd
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. svartur pipar
  • ¼ tsk. chilipipar
  • 1/8 tsk. cayennepipar
  • snittubrauð

Aðferð:

  1. Brúnið maísbaunirnar léttilega á pönnu og hrærið í jafnt og þétt. Setjið því næst í skál.
  2. Bætið cotijaosti út í skálina ásamt parmesan, kóríander, límónusafa og rifnum límónuberki (rífið með rifjárni efsta lagið af berkinum). Setjið ¼ bolla af majónesi út í og blandið saman. Saltið og piprið.
  3. Setjið papríkukrydd, hvítlaukskrydd, salt, pipar, chilipipar og cayennekrydd saman í litla skál og blandið saman.
  4. Skerið snittubrauðið í sneiðar og ristið í ofni.
  5. Smyrjið majónesi ofan á hverja og eina snittubrauðssneið og stráið smávegis af kryddblöndunni yfir. Setjið skeið af kornblöndunni ofan á og berið fram.
mbl.is/Spoonforkbacon.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert