Dásamleg ostakaka með bláberjum

mbl.is/Colourbox

Meg­um við bjóða ykk­ur osta­köku sem fær munn­vatnið til að leka. Þessi er al­veg dá­sam­lega bragðgóð og mun vekja ómælda lukku hjá öll­um sem smakka.

Dá­sam­leg ostakaka með blá­berj­um

Botn:

  • 50 g Digesti­ve-kex
  • 125 g smjör

Ostakaka:

  • 1 sítr­óna
  • 500 g rjóma­ost­ur
  • 150 g syk­ur
  • 2 msk hveiti
  • 5 egg
  • 1¼ dl rjómi
  • 90 g blá­ber

Aðferð:

Botn:

  1. Setjið kexið í mat­vinnslu­vél og hakkið fínt.
  2. Bræðið smjörið og blandið sam­an við kexið.
  3. Klæðið smellu­form (20 cm) með bök­un­ar­papp­ír.
  4. Hellið kexblönd­unni í formið og þrykkið vel niður og upp með hliðunum.
  5. Setjið í kæli í 20 mín­út­ur.

Ostakaka:

  1. Hitið ofn­inn á 160°C.
  2. Rífið utan af sítr­ónu með rif­járni og pressið saf­ann.
  3. Pískið rjóma­ost­inn með sykri og rifn­um sítr­ónu­berki.
  4. Bætið hveiti og 2 msk. af sítr­ónusafa út í. Pískið 1 egg út í í einu og bætið rjóm­an­um út í.
  5. Takið kex­botn­inn úr kæli og hellið rjóma­osts­blönd­unni í formið. Bakið í 15 mín­út­ur.
  6. Dreifið blá­berj­um yfir kök­una og bakið áfram í 55 mín­út­ur. Slökkvið þá á ofn­in­um og látið standa í tvo tíma.
mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert