Megum við bjóða ykkur ostaköku sem fær munnvatnið til að leka. Þessi er alveg dásamlega bragðgóð og mun vekja ómælda lukku hjá öllum sem smakka.
Dásamleg ostakaka með bláberjum
Botn:
- 50 g Digestive-kex
- 125 g smjör
Ostakaka:
- 1 sítróna
- 500 g rjómaostur
- 150 g sykur
- 2 msk hveiti
- 5 egg
- 1¼ dl rjómi
- 90 g bláber
Aðferð:
Botn:
- Setjið kexið í matvinnsluvél og hakkið fínt.
- Bræðið smjörið og blandið saman við kexið.
- Klæðið smelluform (20 cm) með bökunarpappír.
- Hellið kexblöndunni í formið og þrykkið vel niður og upp með hliðunum.
- Setjið í kæli í 20 mínútur.
Ostakaka:
- Hitið ofninn á 160°C.
- Rífið utan af sítrónu með rifjárni og pressið safann.
- Pískið rjómaostinn með sykri og rifnum sítrónuberki.
- Bætið hveiti og 2 msk. af sítrónusafa út í. Pískið 1 egg út í í einu og bætið rjómanum út í.
- Takið kexbotninn úr kæli og hellið rjómaostsblöndunni í formið. Bakið í 15 mínútur.
- Dreifið bláberjum yfir kökuna og bakið áfram í 55 mínútur. Slökkvið þá á ofninum og látið standa í tvo tíma.