Pylsur í teppi fyrir alla fjölskylduna

Þessi útfærsla af pulsurétti er sú allra vinsælasta hjá öllum …
Þessi útfærsla af pulsurétti er sú allra vinsælasta hjá öllum í fjölskyldunni. mbl.is/Henrik Freek Christense

Ef það er eitthvað sem vekur alltaf lukku í öllum afmælum og öðrum samkomum, þá eru það pylsur í teppi. Hér er tilvalið að bjóða upp á sósur af ýmsum toga fyrir þá sem vilja dýfa sinni pylsu í „bleyti“.

Pylsur í teppi fyrir alla fjölskylduna (24 stk)

  • 25 g smjör
  • 5 dl mjólk
  • 50 g ger
  • 3 tsk. sykur
  • 2 tsk. salt
  • 200 g gróft spelthveiti
  • 5-600 g hveiti
  • 24 litlar pylsur
  • sesamfræ

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið í potti og hitið mjólkina saman við. Takið pottinn af hellunni og hellið blöndunni í skál.
  2. Þegar mjólkurblandan hefur kólnað örlítið (þannig að þú getir stungið puttanum ofan í), bætið þá gerinu út í og því næst sykri, salti og spelthveiti. Hnoðið saman og bætið hveitinu út í smátt og smátt (ekki öllu samt). Hnoðið þar til deigið verður slétt og fínt. Látið hefast undir hreinu viskastykki í 1 tíma.
  3. Setjið deigið á hveitistráð borð og hnoðið örlítið.
  4. Skiptið deiginu upp í 24 bita og rúllið deiginu í pylsur. Snúið svo deiginu utan um pylsurnar sjálfar og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu. Látið hefast í 30 mínútur.
  5. Hitið ofninn á 200°.
  6. Penslið með vatni og stráið sesamfræjum yfir.
  7. Bakið í 15 mínútur þar til gyllt á lit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka