Pylsur í teppi fyrir alla fjölskylduna

Þessi útfærsla af pulsurétti er sú allra vinsælasta hjá öllum …
Þessi útfærsla af pulsurétti er sú allra vinsælasta hjá öllum í fjölskyldunni. mbl.is/Henrik Freek Christense

Ef það er eitt­hvað sem vek­ur alltaf lukku í öll­um af­mæl­um og öðrum sam­kom­um, þá eru það pyls­ur í teppi. Hér er til­valið að bjóða upp á sós­ur af ýms­um toga fyr­ir þá sem vilja dýfa sinni pylsu í „bleyti“.

Pylsur í teppi fyrir alla fjölskylduna

Vista Prenta

Pyls­ur í teppi fyr­ir alla fjöl­skyld­una (24 stk)

  • 25 g smjör
  • 5 dl mjólk
  • 50 g ger
  • 3 tsk. syk­ur
  • 2 tsk. salt
  • 200 g gróft spelt­hveiti
  • 5-600 g hveiti
  • 24 litl­ar pyls­ur
  • ses­am­fræ

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið í potti og hitið mjólk­ina sam­an við. Takið pott­inn af hell­unni og hellið blönd­unni í skál.
  2. Þegar mjólk­ur­bland­an hef­ur kólnað ör­lítið (þannig að þú get­ir stungið putt­an­um ofan í), bætið þá ger­inu út í og því næst sykri, salti og spelt­hveiti. Hnoðið sam­an og bætið hveit­inu út í smátt og smátt (ekki öllu samt). Hnoðið þar til deigið verður slétt og fínt. Látið hef­ast und­ir hreinu viska­stykki í 1 tíma.
  3. Setjið deigið á hveit­i­stráð borð og hnoðið ör­lítið.
  4. Skiptið deig­inu upp í 24 bita og rúllið deig­inu í pyls­ur. Snúið svo deig­inu utan um pyls­urn­ar sjálf­ar og leggið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu. Látið hef­ast í 30 mín­út­ur.
  5. Hitið ofn­inn á 200°.
  6. Penslið með vatni og stráið ses­am­fræj­um yfir.
  7. Bakið í 15 mín­út­ur þar til gyllt á lit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert