Túnfisksamlokan sem þú hefur aldrei smakkað

Þessi túnfisksalat er algjör bragðlauksbomba.
Þessi túnfisksalat er algjör bragðlauksbomba. mbl.is/Winnie Methmann

Hvern hefði grunað að við ætt­um eft­ir að bjóða upp á tún­fisk­sam­loku með sultuðum rauðlauk og avóka­dó. Læt­ur kannski furðulega í eyr­um sumra en smakk­ast lygi­lega vel.

Það er gam­an að koma bragðlauk­un­um á óvart og hver veit nema það verði nýja upp­á­halds „bland­an okk­ar“. Hér er sal­atið borið fram á rúg­brauðssneiðum og hent­ar því vel sem létt­ur kvöld­mat­ur.

Túnfisksamlokan sem þú hefur aldrei smakkað

Vista Prenta

Tún­fisk­sam­lok­an sem þú hef­ur aldrei smakkað

  • 2 tún­fisk­dós­ir í olíu
  • 200 g edemame-baun­ir án belgs, frosn­ar
  • 1 lít­ill rauðlauk­ur
  • 4 msk. Hell­manns-maj­ónes
  • 4 msk. grísk jóg­úrt frá Örnu
  • salt og pip­ar
  • ½ sítr­óna

Sultaður rauðlauk­ur:

  • 1 rauðlauk­ur
  • 1 dl epla­e­dik

Annað:

  • 8 rúg­brauðsskíf­ur
  • 2 þroskuð avóka­dó
  • 125 g blandað sal­at

Aðferð:

  1. Setjið tún­fisk­inn í skál.
  2. Hellið sjóðandi vatni yfir baun­irn­ar þar til þiðnaðar og hellið svo vatn­inu frá.
  3. Saxið lauk­inn smátt. Hrærið tún­fisk­inn sam­an við baun­irn­ar, smátt saxaðan rauðlauk, maj­ónes, gríska jóg­úrt og salt og pip­ar. Smakkið til með sítr­ónusafa.
  4. Ristið rúg­brauðið og skerið avóka­dó í skíf­ur.
  5. Setjið grænt sal­at á brauðið, tún­fisksal­at og avóka­dó. Skreytið með sultuðum rauðlauk og kryddið með salti og pip­ar.
  6. Sultaður rauðlauk­ur: Skerið rauðlauk­inn í mjög þunn­ar sneiðar. Hitið epla­e­dik í potti að suðu. Setjið rauðlauk­inn í krukku og hellið ed­ik­inu yfir. Látið kólna þar til borið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert