Klassísk pítsukvöld eru frábær en það má líka bregða út af vananum og prófa eitthvað nýtt og spennandi. Hér eru pítsubátar að sigla með okkur inn í helgina með bbq-kjúklingi og bræddum osti. Það er bara alls ekkert yfir þessu að kvarta.
Pítsubátar með BBQ-kjúklingi
- Stórt baguettebrauð eða annað sambærilegt
- 1,5 bollar barbequesósa
- 2 bollar af elduðum kjúklingi
- 230 g mozzarellaostur
- ¼ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
- svartur pipar
- kóríander eða vorlaukur til að skreyta
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200°C.
- Skerið brauðið í „báta“ og leggið ofan á bökunarplötu. Smyrjið bbq-sósu ofan á hvern og einn.
- Setjið kjúklinginn í skál og restina af bbq-sósunni saman við. Setjið rifinn ost ofan á bátana ásamt bbq-kjúklingi og rauðlauk. Toppið með aðeins meiri osti og piprið.
- Bakið í 15-20 mínútur þar til osturinn hefur bráðnað og brauðið léttristað.
- Takið úr ofni og látið kólna í 5 mínútur. Toppið með kóríander eða vorlauk.
mbl.is/Spoonforkbacon.com