Súkkulaðisynd með saltkaramellukremi og flögusalti

Þessi bomba er alveg syndsamlega góð.
Þessi bomba er alveg syndsamlega góð. mbl.is/Spisbedre.dk

Þetta er kakan sem þú munt baka um helgina og fá alla í fjölskyldunni til að sitja við sama borð. Dúnmjúk súkkulaðikaka með saltkaramellukremi og flögusalti á toppnum. 

Súkkulaðisynd með saltkaramellukremi og flögusalti (fyrir 12)

Botnar:

  • 200 g mjúkt smjör
  • 200 g sykur
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 80 g hveiti
  • 3 msk. kakó
  • 100 g dökkt súkkulaði
  • 3 egg
  • 1 tsk. sjávarsalt

Súkkulaðikrem:

  • 75 g mjúkt smjör
  • 225 g flórsykur
  • 125 g mascarpone
  • 150 g mjólkursúkkulaði
  • 100 g valhnetukjarnar

Saltkaramella:

  • 1 dós niðursoðin mjólk
  • 1 dl ljós muscovadosykur
  • 50 g smjör
  • 1 dl rjómi
  • 1 tsk. maldonsalt

Annað:

  • Sjávarsalt sem skraut ofan á saltkaramelluna.

Aðferð:

Botnar:

  1. Hrærið smjör og sykur saman í góðan massa. Sigtið lyftiduft, hveiti og kakó út í og hrærið vel saman.
  2. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og veltið út í blönduna. Pískið eggin út í eitt í einu. Hrærið maldonsaltinu út í.
  3. Hellið deiginu í smurt smelluform og bakið kökuna við 175° í 45-50 mínútur, þar til bökuð í gegn. Kælið og skerið botninn til helminga.

Súkkulaðikrem:

  1. Pískið smjör og flórsykur saman og hrærið mascarponeostinn út í. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hrærið út í smjörkremið. Smyrjið kreminu ofan á annan botninn og leggið hinn ofan á.
  2. Hakkið hneturnar gróft og ristið á þurri pönnu. Dreifið þeim yfir kökuna og setjið í kæli í 1 tíma.

Saltkaramella:

  1. Setjið öll hráefnin saman í pott og látið malla í 15 mínútur á meðan þið hrærið jafnt og þétt í karamellunni þar til hún þykknar. Kælið og hellið karamellunni yfir kökuna. Stráið sjávarsalti yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka