Svona bakar þú með Aperol Spritz

Þessar verða pottþétt á boðstólnum í næsta saumaklúbb.
Þessar verða pottþétt á boðstólnum í næsta saumaklúbb. mbl.is/Frøken Fryd

Neon­litaði svala­drykk­ur­inn Aperol Spritz hef­ur verið einn sá vin­sæl­asti á bör­um borg­ar­inn­ar til þessa. Hér er hon­um komið fyr­ir í krútt­leg­um mini-bolla­kök­um skreytt­um smjörkremi og app­el­sínu­bita. Upp­skrift­in er frá mat­ar­blogg­ar­an­um Frk. Fryd sem gjarn­an fer ótroðnar slóðir í mat­ar­gerð.

Svona bakar þú með Aperol Spritz

Vista Prenta

Bjú­tí­bolla­kök­ur með Aperol Spritz

  • 130 g hveiti
  • 140 g syk­ur
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur
  • salt á hnífsoddi
  • 40 g bráðið smjör
  • 1 dl prosecco
  • 1 egg

Krem:

  • 75 g mjúkt smjör
  • 325 g flór­syk­ur
  • 1 tsk vanillu­syk­ur
  • 3 msk. Aperol
  • 1 msk. app­el­sínusafi

Aðferð:

  1. Hrærið þur­refn­in sam­an og bætið því næst eggi og prosecco var­lega sam­an við. Hellið bráðnu smjör­inu út í og hrærið vel sam­an.
  2. Setjið deigið í mini-bolla­köku­form og fyllið upp að 2/​3. Hér er gott að not­ast við ál­form sem halda pappa­formun­um bet­ur sam­an.
  3. Bakið við 170°C á und­ir- og yf­ir­hita í 12-14 mín­út­ur.
  4. Látið kólna á rist áður en þið setjið kremið ofan á.

Krem:

  1. Setjið öll hrá­efn­in í skál og pískið vel sam­an. Geymið jafn­vel smá­veg­is af flór­sykr­in­um til hliðar og bætið frek­ar meira við ef kremið er of mjúkt.
  2. Þegar kremið fell­ur ekki sam­an þegar þú lyft­ir þeyt­ar­an­um upp er það til­búið.
  3. Setjið í sprautu­poka og skreytið bolla­kök­urn­ar. Skreytið með app­el­sínu­bút og berið fram.
Aperol Spritz bollakökur!
Aperol Spritz bolla­kök­ur! mbl.is/​Frøken Fryd
Það er Frøken Fryd sem töfraði fram þessa uppskrift. Við …
Það er Frøken Fryd sem töfraði fram þessa upp­skrift. Við mæl­um með að kíkja inn á In­sta­gram síðuna henn­ar. mbl.is/​Frøken Fryd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert