Svona bakar þú með Aperol Spritz

Þessar verða pottþétt á boðstólnum í næsta saumaklúbb.
Þessar verða pottþétt á boðstólnum í næsta saumaklúbb. mbl.is/Frøken Fryd

Neonlitaði svaladrykkurinn Aperol Spritz hefur verið einn sá vinsælasti á börum borgarinnar til þessa. Hér er honum komið fyrir í krúttlegum mini-bollakökum skreyttum smjörkremi og appelsínubita. Uppskriftin er frá matarbloggaranum Frk. Fryd sem gjarnan fer ótroðnar slóðir í matargerð.

Bjútíbollakökur með Aperol Spritz

  • 130 g hveiti
  • 140 g sykur
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. vanillusykur
  • salt á hnífsoddi
  • 40 g bráðið smjör
  • 1 dl prosecco
  • 1 egg

Krem:

  • 75 g mjúkt smjör
  • 325 g flórsykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 3 msk. Aperol
  • 1 msk. appelsínusafi

Aðferð:

  1. Hrærið þurrefnin saman og bætið því næst eggi og prosecco varlega saman við. Hellið bráðnu smjörinu út í og hrærið vel saman.
  2. Setjið deigið í mini-bollakökuform og fyllið upp að 2/3. Hér er gott að notast við álform sem halda pappaformunum betur saman.
  3. Bakið við 170°C á undir- og yfirhita í 12-14 mínútur.
  4. Látið kólna á rist áður en þið setjið kremið ofan á.

Krem:

  1. Setjið öll hráefnin í skál og pískið vel saman. Geymið jafnvel smávegis af flórsykrinum til hliðar og bætið frekar meira við ef kremið er of mjúkt.
  2. Þegar kremið fellur ekki saman þegar þú lyftir þeytaranum upp er það tilbúið.
  3. Setjið í sprautupoka og skreytið bollakökurnar. Skreytið með appelsínubút og berið fram.
Aperol Spritz bollakökur!
Aperol Spritz bollakökur! mbl.is/Frøken Fryd
Það er Frøken Fryd sem töfraði fram þessa uppskrift. Við …
Það er Frøken Fryd sem töfraði fram þessa uppskrift. Við mælum með að kíkja inn á Instagram síðuna hennar. mbl.is/Frøken Fryd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka