Eggjakaka sem bjargar deginum

Eggjakaka fellur seint úr gildi en þessi er með gúrme …
Eggjakaka fellur seint úr gildi en þessi er með gúrme hráefnum. mbl.is/Winnie Methmann

Stund­um er þörf­in það mik­il í eggja­köku að við þurf­um eina slíka til að starta deg­in­um sem best. Þá er öllu tjaldað til og við not­um serrano-skinku og sólþurrkaða tóm­ata – ásamt kart­öfl­um og par­mes­an.

Eggjakaka sem bjargar deginum

Vista Prenta

Eggjakaka sem bjarg­ar morgn­in­um

  • 200 g nýj­ar kart­öfl­ur
  • 6 egg
  • 1 dl mjólk
  • salt og pip­ar
  • 2 tsk. or­egano krydd
  • 1 msk. smjör
  • 50 g sólþurrkaðir tóm­at­ar
  • 60 g serrano-skinka
  • 30 g par­mes­an

Græn­ar baun­ir:

  • 125 g belg­baun­ir
  • 1 msk. ólífu­olía
  • ½ msk. hvít­vín­se­dik
  • alt og pip­ar
  • 20 g par­mes­an
  • hand­fylli basilik­um
  • gott brauð

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C.
  2. Sjóðið kart­öfl­urn­ar í 10-15 mín­út­ur í létt­söltuðu vatni og skerið þær til helm­inga eft­ir.
  3. Pískið egg og mjólk sam­an og kryddið með salti, pip­ar og or­egano.
  4. Hitið smjör á pönnu sem má fara inn í ofn og hellið eggjamass­an­um yfir. Dreifið kart­öfl­um, sólþurrkuðum tómöt­um og serranó-skinku á eggja­blönd­una og stráið nýrifn­um par­mes­an yfir.
  5. Setjið pönn­una í ofn í 20 mín­út­ur.
  6. Kælið ör­lítið og skreytið með ferskri basiliku.
  7. Berið eggja­kök­una fram með græn­um baun­um og ristuðu rúg­brauði eða öðru góðu brauði.

Græn­ar baun­ir:

  1. Skolið baun­irn­ar og klípið end­ana af. Steikið upp úr ólífu­olíu. Dreypið ed­iki yfir og kryddið með salti og pip­ar. Setjið baun­irn­ar í eld­fast mót og stráið par­mes­an-flög­um yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert