Leynitrixið sem sérfræðingarnir eru að ærast yfir

Góð þvottavél er gulli betri.
Góð þvottavél er gulli betri.

Það hljóm­ar ef­laust und­ar­lega að krydda næstu þvotta­körfu með svört­um pip­ar – en það er eitt­hvað sem þú mátt al­veg skoða við næsta þvotta­túr.

Þú kann­ast við að ný föt eru frísk­andi og fín en geta misst lit með tím­an­um, orðið mött og leiðin­leg. Sem bet­ur fer er til fullt af fólki þarna úti sem próf­ar sig áfram með allskyns lausn­ir fyr­ir okk­ur hin til að fara eft­ir. Sam­kvæmt am­er­íska fréttamiðlin­um Pure Wow, vilja þeir meina að svart­ur pip­ar sé að gera krafta­verk. Og það sak­ar ekki að prófa!

Svona virk­ar svart­ur pip­ar í þvotti:
Næst þegar þú ætl­ar að setja í vél­ina, settu þá bara það magn af þvotta­efni eins og van­inn er. Bættu því næst 1 tsk. af svört­um muld­um pip­ar í vél­ina og þvoðu á lágu hita­stigi.

Pip­ar­inn mun nudd­ast í föt­in og taka þær sápurest­ar sem ann­ars fá föt­in til að lýs­ast með tím­an­um. Pip­ar­inn mun svo skol­ast út með vatn­inu og þú stend­ur uppi með frísk­leg­ar flík­ur.

Að því sögðu þá eru ekki all­ir sam­mála um ágæti þessa hús­ráðs og við selj­um það ekki dýr­ar en við keypt­um. Ein­hverj­ir nefndu að það væri frem­ur leiðin­legt verk að hreinsa pip­ar­inn úr vél­inni þannig að kannski að prufa pip­ar­inn í handþvotti fyrst áður en þú fyll­ir þvotta­vél­ina af hon­um.

Svartur pipar er sagður hreinsa þvottaefni úr fötum og fríska …
Svart­ur pip­ar er sagður hreinsa þvotta­efni úr föt­um og fríska þar að leiðandi upp á þreytt­an þvott. mbl.is/​Colour­box
mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert