Fimmtudagsfreisting Kolbrúnar Pálínu

Kolbrún Pálína er mikill sælkeri og veit fátt skemmtilegra en …
Kolbrún Pálína er mikill sælkeri og veit fátt skemmtilegra en að elda fyrir vini og vandamenn. mbl.is/

Fyrsti þátt­ur­inn af ÁST verður frum­sýnd­ur í Sjón­varpi Sím­ans í kvöld og af því til­efni leitaði mat­ar­vef­ur­inn til fag­ur­ker­ans og sæl­ker­ans Kol­brún­ar Pálínu Helga­dótt­ur, ann­ars um­sjón­ar­manns þátt­anna og verk­efn­a­stýru hjá Árvakri, eft­ir hug­mynd að full­komn­um mat þetta fimmtu­dags­kvöldið yfir sjón­varp­inu.

ÁST er ný þáttaröð í um­sjón þeirra Kol­brún­ar Pálínu Helga­dótt­ur og Krist­borg­ar Bó­el­ar Stein­dórs­dótt­ur sem fjalla um allt sem viðkem­ur ást­inni, ástarsorg, skilnuðum og fleira. Þætt­irn­ir, sem Kol­brún seg­ir afar mann­bæt­andi fyr­ir margra hluta sak­ir, eru fram­leidd­ir hjá Sagafilm. Þátt­un­um er leik­stýrt af Hauki Björg­vins­syni og Helgi Jó­hanns­son fram­leiddi.
Kol­brún seg­ir veg­ferðina hafa verið mjög lær­dóms­ríka enda búin að vera á kafi í að rann­saka allt sem viðkem­ur mál­efn­inu núna í á annað ár. „Það er mjög sér­stök til­finn­ing að sjá hug­mynd­ina sína verða að veru­leika eft­ir svona langa leið. Hún hef­ur breyst og þró­ast mikið á leiðinni enda unn­in af geggjuðu teymi. Með aðstoð hug­rakkra viðmæl­enda og hæfi­leika­ríks fólk er út­kom­an dá­sam­lega heiðarlegt og ein­lægt sjón­varp.“

Kol­brún skellti í stór­skemmti­lega takópönnu sem hent­ar fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Rétt­ur­inn er þess eðlis að það má leika sér í all­ar átt­ir með að blanda sam­an hrá­efn­um eft­ir smekk og nota það sem til er í ís­skápn­um. „Ég geri hana í mild­ara lagi þegar ég elda hana fyr­ir litla fólkið en gef svo aðeins í með chili og hvít­lauk þegar um stærra fólkið er að ræða.“

Taco er frábær fimmtudagsmatur enda bæði bragðgott og auðvelt í …
Taco er frá­bær fimmtu­dags­mat­ur enda bæði bragðgott og auðvelt í mat­reiðslu. mbl.is/​Kol­brún Pálína

Fimmtudagsfreisting Kolbrúnar Pálínu

Vista Prenta

Fljót­leg og fjöl­skyldu­væn takóp­anna

  • Olía
  • 1 pakki hakk
  • 1 pakki takó­krydd frá Old El Paso
  • hvít­lauk­ur
  • chili
  • 1 dós hakkaðir tóm­at­ar
  • ½-1 dós nýrna­baun­ir
  • maís­baun­ir eft­ir smekk
  • ost­ur

Aðferð: Steikið hvít­lauk og chili upp úr olíu á pönnu. Bætið því næst hakk­inu við og steikið vel og kryddið með takó­kryddi.

Hellið tómöt­um og baun­um út í hakkið og leyfið því að malla aðeins.

Að end­ingu er rif­inn ost­ur sett­ur yfir hakk­blönd­una og hon­um leyft að bráðna aðeins.

Ef pann­an er fal­leg er skemmti­legt að bera blönd­una fram í henni, nú eða í fal­legu fati.

Að þessi sinni notaðist ég við fajitas-pönnu­kök­ur en einnig er skemmti­legt að nota takóskelj­ar með þess­um rétti.

Tóm­at­salsa
  • 1 box kirsu­berjatóm­at­ar
  • 1 hvít­lauksrif
  • chili eft­ir smekk
  • feta­ost­ur
  • salt og pip­ar
  • kórí­and­er

Aðferð: Skerið tóm­at­ana í grófa bita. Skerið hvít­lauk og chili smátt. Blandið þessu sam­an og stappið svo­lít­inn feta­ost sam­an við. Salt, pip­ar og kórí­and­er eft­ir smekk.

Gvaka­móle
  • Þrjú vel þroskuð avóka­dó
  • límóna
  • olía
  • salt og pip­ar

Aðferð: Stappið avóka­dó með gaffli og kreistið saf­ann vel úr límón­unni yfir. Salt og pip­ar eft­ir smekk. Allt það meðlæti sem hug­ur­inn girn­ist eða leyn­ist inni í ís­skáp; rúkóla, mangó, paprika, gúrka, an­an­as eða annað ferskt og gott.

Sýrður rjómi er nauðsyn­leg­ur með þess­um mat sem og góð takósósa. Og að sjálf­sögðu nachos-flög­ur. Fyr­ir þá allra hress­ustu má svo bæta við sriracha-pip­arsósu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert