Nýja IKEA eldhúsið þykir ævintýralegt

Nýtt eldhús frá IKEA fyrir yngstu kokkana á heimilinu. Í …
Nýtt eldhús frá IKEA fyrir yngstu kokkana á heimilinu. Í þessu eldhúsi gerir þú meira en að baka brauð. mbl.is/Ikea

Litlu kokk­arn­ir á heim­il­inu þurfa líka sitt eld­hús en IKEA kynn­ir nýtt leik­fanga­eld­hús sem býður upp á fleiri mögu­leika en að baka brauð.

Eld­húsið kall­ast „Spisig“ og inni­held­ur vask, hellu­borð, skáp og ofn. Í þess­ari út­færslu er eng­inn ör­bylgju­ofn eins og svo oft má sjá í krakka­eld­hús­um, í staðinn er stór gluggi með gard­ín­um. En það sem ein­kenn­ir eld­húsið og ger­ir það svo skemmti­legt er að hér snýst allt um ímynd­un­ar­aflið. Ef eld­hús­inu er snúið við er hægt að nota það sem dúkku­leik­hús eða sem veit­ingastað eða versl­un – krít­artafla er á bak­hliðinni þar sem krota má til­boð dags­ins eða jafn­vel út­búa verðlista.

Þegar eldhúsinu er snúið við má nota það sem dúkkuleikhús.
Þegar eld­hús­inu er snúið við má nota það sem dúkku­leik­hús. mbl.is/​Ikea
Hér er eldhúsið sem kaffihús - eða allt það sem …
Hér er eld­húsið sem kaffi­hús - eða allt það sem hug­ur­inn leiðir börn­in í leik. mbl.is/​Ikea
Mjög skemmtilegt og sniðugt að hafa krítartöflu á bakhliðinni.
Mjög skemmti­legt og sniðugt að hafa krít­art­öflu á bak­hliðinni. mbl.is/​Ikea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka