Eggjakaka sem þú verður að smakka

Sjúklega góð eggjakaka með brokkolí og beikoni.
Sjúklega góð eggjakaka með brokkolí og beikoni. mbl.is/Stine Christiansen

Þegar þú vilt hafa eitt­hvað ein­falt en svaka­lega gott í mat­inn, þá er það þessi fjöl­skylduklass­ík sem slær alltaf í gegn. Eggjakaka með bei­koni og brok­kolíi, bor­in fram með góðu brauði.

Eggjakaka sem þú verður að smakka

Vista Prenta

Eggjakaka sem þú verður að smakka

  • ½ brok­kolí
  • 3 blaðlauk­ar
  • 200 g bei­kon
  • ólífu­olía
  • 1 msk. smjör, til steik­ing­ar
  • stein­selja
  • 7 egg
  • 1,5 dl rjómi
  • 100 g rif­inn mozzar­ella
  • 1 tsk. þurrkað rós­marín
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn áí200°C.
  2. Skerið brok­kolí og bei­kon í bita og skerið blaðlauk­inn í ½ cm bita.
  3. Hitið olíu á pönnu og byrjið á að steikja bei­konið í um 5 mín­út­ur. Leggið það því næst til hliðar á eld­húspapp­ír og leyfið fit­unni að leka af. Hellið fit­unni af pönn­unni og þurrkið létt yfir.
  4. Hitið sömu pönn­una með smjöri og steikið blaðlauk­inn á meðal­hita þar til hann er mjúk­ur, um 5 mín­út­ur.
  5. Dreifið brok­kolí, blaðlauk og bei­koni í eld­fast mót. Pískið egg, rjóma, mozzar­ella og saxaða stein­selju sam­an í skál og kryddið með rós­maríni, salti og pip­ar. Hellið eggjamass­an­um yfir græn­metið í eld­fasta mót­inu og setjið inn í ofn. Bakið í 20-25 mín­út­ur þar til mass­inn er fast­ur í sér og gyllt­ur á toppn­um.
  6. Saxið stein­selju og dreifið yfir eggja­kök­una þegar hún er bor­in fram með góðu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert