Klassískar kjötbollur í sparibúning

Við erum til í þennan rétt sama hvaða dag vikunnar.
Við erum til í þennan rétt sama hvaða dag vikunnar. mbl.is/Betina Hastoft

Kjöt­boll­ur eru í upp­á­haldi allra og sí­vin­sæl­ar hjá fjöl­skyldu­fólki. Hér er búið að upp­færa klass­íska upp­skrift og setja hana í spari­bún­ing þar sem gre­molata kem­ur við sögu. En gre­molata er tekið beint upp úr ít­ölsk­um kokka­bók­um þar sem Ítal­ir nota gre­molata mikið til að krydda mat­inn sinn og er al­veg geggjað ofan á pitsur.

Klassískar kjötbollur í sparibúning

Vista Prenta

Klassísk­ar kjöt­boll­ur í spari­bún­ingi (fyr­ir 4)

Kjöt­boll­ur:

  • 500 g nauta­hakk
  • 1 tsk. salt
  • 1 stórt hvít­lauksrif
  • ¼ rif­inn sítr­ónu­börk­ur
  • 2 msk. par­mes­an
  • 1 msk. or­egano
  • 1 egg
  • pip­ar
  • ólífu­olía

Tóm­atsósa:

  • 1 lauk­ur
  • 1 stórt hvít­lauksrif
  • ólífu­olía
  • 70 g tóm­at­pu­ré
  • 1 dós hakkaðir tóm­at­ar með kryd­d­jurt­um
  • ¼ l nautakraft­ur
  • salt og pip­ar

Gre­molata

  • ½ búnt stein­selja
  • 1 stórt hvít­lauksrif
  • ¾ safi úr sítr­ónu
  • 1 msk. nýrif­inn par­mes­an

Annað:

  • 400 g taglia­telle

Aðferð:

Kjöt­boll­ur:

  1. Hrærið kjötið sam­an við salt. Rífið sítr­ónu­börk­inn og merjið hvít­lauk­inn og setjið út í hakkið ásamt par­mes­an, or­egano og eggi. Kryddið með pip­ar og mótið í litl­ar boll­ur.
  2. Brúnið boll­urn­ar upp úr olíu á heitri pönnu og steikið á öll­um hliðum. Leggið þá til hliðar.

Tóm­atsósa:

  1. Saxið lauk og hvít­lauk og steikið upp úr olíu á pönnu. Bætið tóm­at­púrru út í ásamt hökkuðum tómöt­um og krafti. Látið sjóða í nokkr­ar mín­út­ur. Leggið þá kjöt­boll­urn­ar í sós­una og látið malla áfram í 10-12 mín­út­ur. Smakkið til með salti og pip­ar.

Gre­molata:

  1. Saxið stein­selj­una og hvít­lauk­inn. Rífið sítr­ónu­börk­inn og par­mes­an með rif­járni og blandið öllu sam­an.
  2. Berið kjöt­boll­urn­ar fram í tóm­atsósu með pasta eða spaghettí og dreifið gre­molata yfir – og jafn­vel smá­veig­is af par­mes­an.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka