Tómatameðlæti sem rífur í

Tómatar eru frábærir með hverskyns mat - líka sultaðir með …
Tómatar eru frábærir með hverskyns mat - líka sultaðir með chili ofan á osta og brauð. mbl.is/Colourbox

Tóm­at­ar bjóða upp á allt sam­an – sæt­una, sýru og allt þar á milli. Hreint út sagt ómót­stæðileg­ir. Þegar þú eld­ar þá og sult­ar, færðu al­veg nýtt bragð fram á tung­una. Hér er upp­skrift að tóm­at­mar­melaði með chili sem pass­ar full­kom­lega með pasta, sal­ati eða osta­bakk­an­um.

Tómatameðlæti sem rífur í

Vista Prenta

Tóm­atameðlæti sem ríf­ur í (fyr­ir 4)

  • 400 g tóm­at­ar
  • 150 g syk­ur
  • 1 rautt chili
  • salt og pip­ar
  • 1 msk. sítr­ónusafi

Aðferð:

  1. Skerið tóm­at­ana í báta og setjið í pott ásamt sykri. Látið standa í 2 tíma.
  2. Bætið smátt söxuðu chili út í ásamt salti og pip­ar og hitið ró­lega upp að suðu. Leyfið tómöt­un­um að malla í 15-20 mín­út­ur á lág­um hita.
  3. Fjar­lægið með skeið ef mynd­ast hef­ur froða í pott­in­um. Smakkið til með sítr­ónusafa og setjið í krukku með loki.
  4. Berið fram með t.d. osta­bakka, pasta eða góðu brauði.
mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert