Ilmandi kanilsnúðabomba

Nýbakaðir og alveg geggjað góðir kanilsnúðar með glassúr.
Nýbakaðir og alveg geggjað góðir kanilsnúðar með glassúr. mbl.is/Lars Ranek

Það jafnast fátt við ilminn af nýbökuðum kanilsnúðum. Kaffitímanum er sannarlega reddað með þessari laufléttu uppskrift að snúðum með glassúr.

Ilmandi kanilsnúðabomba (12 stk.)

  • 50 g ger
  • 100 g smjör
  • 2,5 dl mjólk
  • 2 egg
  • 4 msk. sykur
  • salt á hnífsoddi
  • 1 msk. kardimomma
  • 400 g hveiti
  • 1 dl mjólk til að pensla

Krem:

  • 120 g smjör
  • 3 msk. sykur
  • 1 msk. kanill

Glassúr:

  • 200 g flórsykur
  • 1 msk. smjör
  • 1 msk. vatn

Aðferð:

  1. Setjið gerið í stóra skál. Bræðið smjör í potti við lágan hita. Hitið mjólkina í öðrum potti þar til volg og hellið henni út í gerið ásamt smjörinu.
  2. Pískið eggin út í, eitt í einu. Bætið sykri, salti og kardimommu út í og hveitið fer saman við smátt og smátt. Hnoðið þar til slétt og fínt. Látið hefast á volgum stað í 1 tíma.
  3. Hitið ofninn á 200°C.
  4. Setjið deigið á hveitilagt borð og hnoðið létt saman. Skiptið deiginu upp í 2 jafn stóra hluta og rúllið út hvorum hluta fyrir sig í ferhyrning að stærðinni 20x25 cm.

Krem:

  1. Hrærið hráefnin saman og smyrjið jafnt ofan á hvern deighluta. Rúllið deiginu upp eins og rúllutertu. Skerið í bita með beittum hníf, sirka 4 cm þykka.
  2. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið snúðana hlið við hlið á plötuna, með smá bili á milli – þeir mega klessast og festast saman er þeir bakast. Penslið með mjólk og bakið í ofni í 10-12 mínútur, þar til þeir verða gylltir á lit.

Glassúr:

  1. Hrærið flórsykur, smjör og vatn saman og smyrjið á snúðana þegar þeir hafa kólnað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka