The Rock drakk tequila í teboði dóttur sinnar

Þessi mynd hlýtur krúttverðlaun helgarinnar á Instagram.
Þessi mynd hlýtur krúttverðlaun helgarinnar á Instagram. mbl.is/TheRock_Instagram

Einn sval­asti pabbi í stjörnu­heim­in­um í dag er án efa Dwayne John­son eða bet­ur þekkt­ur sem The Rock. Leik­ar­inn og vöðvabúntið birti mynd á In­sta­gram um helg­ina sem tek­in er af hon­um og dótt­ur hans, Jasmine, í teboði úti á ver­önd.

Dwayne seg­ist mögu­lega hafa sett smá tequila út í boll­ann sinn, því klukk­an slær alltaf 17 ein­hvers staðar í heim­in­um og þá er tími fyr­ir kokteil. En það var fyrr á ár­inu sem hann til­kynnti að hann væri að koma með sitt eigið tequila á markað – svo kannski var það akkúrat það sem hann sötraði á úr litla boll­an­um til að smakka gæðin.

Und­ir mynd­inni á In­sta­gram hef­ur klett­ur­inn sett myllu­merk­in #icher­is­ht­hesemoments og #and­god­bless­mychair – sem vís­ar beint í stól­inn sem hann sit­ur á. Það er óhætt að segja að gæðin séu mik­il þegar þessi litli bleiki barna­stóll held­ur manni uppi eins og The Rock sjálf­um.

mbl.is/​TheRock_­In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert