Hinn sívinsæli réttur, spaghetti bolognese er hér kynntur til leiks í grænmetisútgáfu – því ekkert kjöt þvælist fyrir. Bragðgóð sósan mun engan svíkja í þessu tilviki og stenst allar kröfur hjá þeim sem hafa skoðanir.
Grænmetisútgáfa af spaghetti bolognese
- 1 laukur
- 200 g sellerí
- 3 gulrætur
- 1 dl kjúklingabaunir
- 2 stór hvítlauksrif
- 2-3 msk. ólífuolía
- 1 dl hakkaðir tómatar
- 3 msk. tómatpúrra
- 2 tsk. þurrkað oregano
- 2 dl kraftur
- salt og pipar
- 300 g spaghettí
Aðferð:
- Saxið lauk, sellerí og gulrætur smátt, jafnvel í matvinnsluvél ásamt kjúklingabaunum. Bætið smátt söxuðum hvítlauk út í og veltið blöndunni síðan upp úr ólífuolíu á pönnu.
- Bætið hökkuðu tómötunum, púrru, oregano og krafti út á pönnuna. Látið sósuna malla í 30 mínútur undir loki. Smakkið til með salti og pipar.
- Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
- Veltið pastanu upp úr sósunni og berið strax fram.
- Skreytið jafnvel með ferskri basiliku og nýrifnum parmesan osti.