Spaghetti carbonara með parmaskinku

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Ef það er eitthvað eitthvað sem klikkar ekki þá er það gott pasta. Hér erum við með klassískt carbonara með parmaskinku sem er sérlega snjöll hugmynd sem bætir, hressir og kætir!

Það er engin önnur en Berglind Guðmundsdóttir á GRGS.is sem á þessa snillaruppskrift.

Spaghetti carbonara með parmaskinku

  • 150 g parmaskinka
  • 100 g parmesan ostur
  • 3 stór egg
  • 350 g spaghetti
  • 3 hvítlauksrif
  • 50 g smjör
  • sjávarsalt og pipar

Aðferð:

1. Skerið parmaskinkuna í bita.

2. Fínrífið parmesan ostinn.

3. Léttþeytið eggin saman í skál og bætið svörtum pipar saman við.

4. Hitið vatn að suðu og bætið 1 tsk af salti útí.

5. Sjóðið spaghetti þar til það er eldað

6. Takið hýðið af hvítlauknum og kremjið með hnífsblaði.

7. Hitið 50 g af smjöri á pönnu og látið parmaskinkuna og hvítlaukinn saman við. Steikið á lágum hita í um 5 mínútur og hrærið reglulega.

8. Takið eldað spaghetti og látið á pönnuna með hvítlauknum og parmaskinkunni.

9. Látið meirihlutann af rifnum parmesan saman við eggin og hrærið.

10. Takið hitann af pönnunni og hellið eggjablöndunni saman við. Lyftið pastanu upp með töngum og blandið þannig varlega saman við eggin. Þetta þarf að gera varlega og ekki má vera hiti undir pönnunni því annars verða eggin að eggjahræru.

11. Bætið nokkrum matskeiðum af pastavatninu saman við.

12. Setjið pasta á disk og stráið rifnum osti og svörum pipar saman við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert