Risarækjur með avokadó og parmesan

Risarækjur eins og þær gerast bestar - hér með tómötum …
Risarækjur eins og þær gerast bestar - hér með tómötum og parmesan. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Enn ein upp­skrift­in úr smiðju Hild­ar Rut­ar, mat­gæðings með meiru, en hún er ein­stak­lega lunk­in í eld­hús­inu. Hér býður Hild­ur Rut upp á ris­arækj­ur, mat­reidd­ar með stór­kost­leg­um hrá­efn­um sem vekja bragðlauk­ana til lífs­ins. Hún seg­ir þenn­an rétt vera of góðan og ein­fald­an til að láta fram hjá sér fara og henti hann bæði sem for­rétt­ur eða sem létt­ur kvöld­mat­ur.

Risarækjur með avokadó og parmesan

Vista Prenta

Ris­arækj­ur með avo­ka­dó, tómöt­um og par­mes­an (fyr­ir 2)

  • 400 g ris­arækj­ur, hrá­ar
  • 2 hvít­lauksrif, kram­in
  • chili-flög­ur, eft­ir smekk
  • salt og pip­ar
  • ólífu­olía
  • 1 stórt avo­ka­dó (eða 2 lít­il avo­ka­dó)
  • 10 kokteil­tóm­at­ar (eða 2-3 stærri tóm­at­ar)
  • 3 msk. fersk stein­selja
  • rif­inn par­mes­an-ost­ur

Aðferð:

  1. Veltið ris­arækj­un­um upp úr hvít­lauk, chili-flög­um, salti, pip­ar og ólífu­olíu. Skerið avo­ka­dó, kokteil­tóm­ata og stein­selju smátt. 
  2. Steikið risa­ækj­urn­ar upp úr ólífu­olíu í ca. 3-5 mín, þar til þær eru fulleldaðar. Dreifið par­mes­an-osti yfir rækj­urn­ar þegar þær eru enn þá heit­ar og hrærið sam­an.
  3. Blandið ris­arækj­un­um við avo­ka­dóið, tóm­at­ana og stein­selj­una. Dreifið svo að lok­um meiri par­mes­an-osti yfir allt sam­an.
Hér er nóg af parmesan á toppnum! Við erum að …
Hér er nóg af par­mes­an á toppn­um! Við erum að elska það. mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka