Grillaður lax í gourmet-hollustu útgáfu

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er mánu­dag­ur. Veðrið er heilt á litið gott. Það þýðir að við borðum holl­ustu­fæði. Þannig virk­ar það nú bara og þýðir ekk­ert að mót­mæla.

Þessi lax­a­rétt­ur - sem sum­ir myndu sjálfsagt kalla sal­at er akkúrrat það sem þarf á degi sem þess­um og því mæl­um við með hon­um alla leið.

Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Berg­lind­ar Hreiðars á Gotteri.is

Grillaður lax í gourmet-hollustu útgáfu

Vista Prenta

Sal­at með grilluðum laxi

Fyr­ir um 4-5 manns

  • 700 g grillaður lax (kryddaður með góðu fiskikryddi)
  • blandað sal­at (1 poki)
  • ag­úrka skor­in í ræm­ur
  • 1 stk. avo­ka­dó skorið í bita
  • feta­ost­ur og olía
  • kasjúhnet­ur

Öllu nema laxi blandað sam­an í fal­lega skál og lax­inn síðan rif­inn yfir. Gott er að leyfa lax­in­um aðeins að kólna áður en hann er sett­ur yfir en einnig má nota kald­an, eldaðan lax (t.d. ef það er til af­gang­ur).

Mæli með að bera fram gott hvít­lauks­brauð eða annað brauð með sal­at­inu.

mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert