Innihalda fleiri hitaeiningar en sykur

Handfylli á dag kemur öllu í lag.
Handfylli á dag kemur öllu í lag. mbl.is/medicalnewstoday.com

Það er stundum talað um að ákveðnar hnetur séu hollari en aðrar, en hnetur eru hið fullkomna millimál í amstri dagsins. Hver hefur ekki skóflað í sig hnetum undir stýri í bílnum og helmingurinn endar á milli sætanna? Við erum stórsek í slíkum málum!

Handfylli af hnetum eða um 15 g á dag þykir gott fyrir líkamann og bætir heilsuna. Hnetur innihalda góða fitu og steinefni og því full ástæða til að leyfa sér slíkar en þó í hæfilegu magni því þær geta innihaldið mikið af kaloríum eins og sjá má hér fyrir neðan.

Kalóríuinnihald í hnetum:
Pistasíuhnetur - 583 kcal/100 g

Pekanhnetur – 583 kcal/100 g

Möndlur – 587 kcal/100 g

Kasjúhnetur – 598 kcal/100 g

Heslihnetur – 622 kcal/100 g

Valhnetur – 683 kcal/100 g

Hnetur eru frábært millimál í amstri dagsins.
Hnetur eru frábært millimál í amstri dagsins. mbl.is/nuts.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka