Kjötbollur með besta blómkálssalati í heimi

Klassískar kjötbollur með blómkálssalati og bragðgóðri dressingu.
Klassískar kjötbollur með blómkálssalati og bragðgóðri dressingu. mbl.is/Winnie Methmann

Það vilja all­ir á heim­il­inu hafa kjöt­boll­ur í mat­inn, í það minnsta einu sinni í viku. Hér eru þær klass­ísk­ar og góðar, born­ar fram með blóm­kálssal­ati sem marg­ir full­yrða að sé besta blóm­kálssal­at í heimi! En blóm­kálssal­at er eig­in­lega nú­tíma­út­gáfa af kart­öflu­sal­ati ef svo má segja.

Kjötbollur með besta blómkálssalati í heimi

Vista Prenta

Kjöt­boll­ur með æðis­legu blóm­kálssal­ati

  • 500 g hakk
  • 1 lauk­ur
  • hand­fyllli fersk stein­selja
  • 2 egg
  • 1 dl haframjöl
  • 1 dl mjólk
  • salt og pip­ar
  • smjör til steik­ing­ar

Blóm­kálssal­at:

  • 1 blóm­kál
  • 2 dl þurrkaðar græn­ar linsu­baun­ir
  • 125 g græn­ar baun­ir
  • 1 rauðlauk­ur
  • hand­fylli ferskt dill
  • hand­fylli púrr­lauk­ur
  • hand­fylli fersk stein­selja
  • 65 g kapers

Dress­ing:

  • 2 dl sýrður rjómi, 18%
  • 2 tsk. hun­ang
  • 1 msk. dijon sinn­ep
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Setjið kjötið í skál. Saxið lauk­inn smátt niður og saxið stein­selj­una. Setjið lauk og stein­selju út í kjötið ásamt eggi, haframjöli, mjólk, salti og pip­ar. Setjið í kæli í 30 mín­út­ur.
  2. Formið í litl­ar boll­ur og steikið upp úr smjöri á pönnu.

Blóm­kálssal­at:

  1. Skerið blóm­kálið í litla bita og sjóðið í salt­vatni í 3 mín­út­ur, þar til það er meyrt. Skolið því næst und­ir köldu vatni.
  2. Skolið linsu­baun­irn­ar í sigti og sjóðið í létt­söltu vatni í 20 mín­út­ur – látið kólna.
  3. Skerið grænu baun­irn­ar til helm­inga og sjóðið í létt­söltu vatni í nokkr­ar mín­út­ur – látið kólna.
  4. Skerið rauðlauk­inn í þunn­ar skíf­ur. Saxið dill, púrr­lauk og stein­selju smátt. Veltið blóm­kál­inu sam­an við linsu­baun­ir, baun­ir, lauk og kryd­d­jurtir ásamt kapers.

Dress­ing:

  1. Hrærið öll hrá­efn­in sam­an og smakkið til. Hellið dress­ing­unni yfir sal­atið og setjið í kæli þar til bera á fram.
  2. Berið fram með blóm­kálssal­ati og góðu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert