Hversdagsmaturinn sem allir elska

Stórkostlegur pastaréttur með túnfisk og parmesan flögum.
Stórkostlegur pastaréttur með túnfisk og parmesan flögum. mbl.is/Kære-hjem.dk

Við verðum að eiga eina hvers­dags­upp­skrift sem tek­ur ekki hálf­an dag­inn að malla í pott­un­um. Þessi er akkúrat þannig – fljót­leg og bragðgóð upp­skrift að pasta með tún­fisk. Hér spila pek­an­hnet­ur og par­mes­an einnig stórt hlut­verk með sín­um ein­stöku bragðeig­in­leik­um. Fyr­ir þá sem eru ekki hrifn­ir af tún­fisk má ein­fald­lega sleppa hon­um og rétt­ur­inn verður samt frá­bær.

Hversdagsmaturinn sem allir elska

Vista Prenta

Hvers­dags­rétt­ur­inn er pasta með tún­fiski

  • 250 g heil­hveitip­asta
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 3 stór hvít­lauksrif
  • 8 þroskaðir tóm­at­ar
  • salt og pip­ar
  • eitt búnt fersk basilika
  • 2 tún­fisk­dós­ir
  • pek­an­hnet­ur
  • 30 g par­mes­an
  • gott brauð

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  2. Hitið olíu í potti og ristið smátt skor­inn hvít­lauk­inn í pott­in­um. Skerið tóm­at­ana gróf­lega og setjið út í pott­inn – hrærið vel sam­an. Smakkið til með salti og pip­ar.
  3. Bætið past­anu út í tóm­at­blönd­una í pott­in­um.
  4. Saxið basiliku gróf­lega og setjið helm­ing­inn út í tóm­atsós­una.
  5. Setjið í djúpa diska og toppið með tún­fiski.
  6. Ristið pek­an­hnet­urn­ar létt og stráið yfir rétt­inn ásamt rest­inni af basilik­unni – og rífið stór­ar par­mes­an­flög­ur yfir.
  7. Piprið og berið fram með góðu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert