Skemmtilegir fróðleiksmolar um Coca-Cola

Elsti gosdrykkjaframleiðandi heims á sér langa og skemmtilega sögu.
Elsti gosdrykkjaframleiðandi heims á sér langa og skemmtilega sögu. mbl.is/Coca-Cola

Það er heill heimur þarna úti til af gosdrykkjum og annarskonar orkudrykkjum. Við höfum áður sagt frá fróðleiksmolum um stærsta gosdrykkjaframleiðanda í heimi, Coca-Cola og hér koma fleiri áhugaverðir fréttir okkur til gamans.

Coke var fyrsti gosdrykkurinn sem ferðast út í geim
Það var árið 1985 sem orginal Coca-Cola drykkurinn ferðaðist út í geim í sérhannaðri dós, og þá fyrstur allra godrykkja til að gera slíkt. Geimfarar prófuðu dósina og drykkinn á sporbraut um jörðu við mikinn fögnuð. Sex árum seinna fór Diet Coke í sendiför um himingeiminn.

Schweppes er elsti drykkurinn í  Coca-Cola fjölskyldunni
Fyrsti Schweppes drykkurinn var þróaður árið 1783 af svissneskum úrasmið að nafni Jacob Schweppe. Jacob var mikill áhugamaður um vísindi sem þróaði leið til að setja gos-bobblurnar í drykkinn, sem við þekkjum svo vel. Það leið ekki á löngu þar til hann tók blönduna sína yfir til Englands þar sem hún var notuð sem lyfjameðferð við magakvillum.

Flaska sem minnir þig á að taka pásu
Eitt af betri uppfinningum gosdrykkja er samsetningin með gosi og tei eins og FUZE. En þess má geta að lögun flöskunnar á að minna þig á að taka pásu frá því sem þú ert að gera með því að vera eins og stundarglas í laginu. Drykkurinn er fáanlegur með ótal bragðtegundum.

Sögu Dr Pepper má rekju aftur til 1885
Uppskrift Dr Pepper er með hvorki meira né minna en 23 ávaxtarík bragðefni og á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1885. Drykkurinn var þróaður af Charles Alderton lyfjafræðingi í Texas. Ein eftirminnileg auglýsingaherferð um drykkinn var þegar unglingar lenda í óþægilegum aðstæðum undir yfirskriftinni „What´s the worst that could happen?“.

Stevia hefur verið notað í drykkjum í meira en 200 ár
Það eru samtals 30 drykkir sem innihalda Stevia frá fyrirtækinu. Stevia er náttúrulegur sykur sem hefur verið notað í te og lyf í meira en 200 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka