Heimagerð chilisósa

Heimagerð chilisósa verður ekki betri en þessi hér.
Heimagerð chilisósa verður ekki betri en þessi hér. mbl.is/Colourbox

Sós­una sem þú munt elska út á flestall­an mat er hér að finna. Heima­gerð chil­isósa er auðveld í fram­kvæmd og dá­sam­leg sem mar­in­er­ing eða sem dress­ing út á þann mat sem þarf aðeins að krydda. 

Til að finna út hversu sterka sósu þú vilt gera – þá er gott að miða sig við eft­ir­far­andi:
Sterk sósa: Notið 80/​20 af sterku vs. mildu chili
Miðlungs­sterk sósa: Notið 60/​40 af sterku vs. mildu chili
Mild sósa: Notið 10/​90 af sterku vs. mildu chili

Heimagerð chilisósa

Vista Prenta

Heima­gerð chil­isósa

  • 10 blönduð chili
  • 8 cherry tóm­at­ar
  • 1 lauk­ur
  • ½ msk. syk­ur
  • ½ dl rap­sol­ía
  • 1 tsk. salt
  • ½ dl eplasíd­ere­dik

Aðferð:

  1. Saxið chili smátt. Skerið tóm­ata, lauk og hvít­lauk í lita bita og setjið í bland­ara ásamt chilí­inu.
  2. Bætið rest­inni af hrá­efn­un­um út í og blandið vel sam­an.
  3. Hellið blönd­unni í pott og látið malla í 20 mín­út­ur. Smakkið til.
  4. Hellið sós­unni í flösku eða annað lokað ílát og geymið í kæli. Sós­an geym­ist í allt að mánuð í ís­skáp.
mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert